Skítapakkið í Ráðhúsinu

Er virkilega ekki hægt að kjósa aftur þegar staðan er orðin eins og hún er í dag? Klúður á klúður ofan. Það vill enginn vinna með Sjálfstæðismönnum í borgarstjórn, skiljanlega. Við sitjum uppi með 6 borgarfulltrúa frá þessum skítaflokki en samkvæmt niðurstöðum skoðanakannanna undanfarið ættu þeir ekki að vera fleiri en fjórir. Ef kosið yrði núna er ég þó fullviss um að fylgið myndi fara vel yfir 30% hjá þeim. Það er í alvörunni til svo mikið af vitlausu fólki í Reykjavík.

Það sem mögulega gæti bjargað þessu er að sexmenningarnir myndu allir segja af sér og kalla inn varamenn sem eru ekki alveg jafn djúpt sokknir í svaðið. Og Hanna Birna ætti að einbeita sér að því að byggja upp starfsframa á öðrum vettvangi. Hennar tími er liðinn í stjórnmálum.

Sjallarnir eru langt komnir með að senda Óla F. aftur í veikindaleyfi og það er kannski það besta sem gæti hent því þá kemur Magga S inn aftur og skárri helmingur borgarstjórnar tæki við aftur.