120 milljónir á ári

Það kostar ríkið um 10 milljónir á mánuði eða um 120 milljónir á ári að hækka launin við ljósmæður svo þær fái sæmandi laun. Það eru ekki miklir fjármunir í stóra samhenginu. Hvað ætli mörgum 120 milljónum sé eytt á hverju ári í vitleysu eins og handboltaferðir menntamálaráðherra?

Ég hugsa að viðsemjendur séu setji þessar milljónir ekki fyrir sig. Ég hef grun um að þeir hræðist afleiðingarnar, þ.e. að aðrar kvennastéttir taki uppá því að feta í fótspor ljósmæðra og krefjast leiðréttingu sinna launa.

One thought on “120 milljónir á ári”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *