Haddaway á leið til landsins!!!…og Týr

OMG, Haddaway er á leið til landsins. Verður á Nasa 3. október. Verst að það eru allar líkur á að ég komist ekki 🙁 Haddaway hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég fór á fyrsta diskótekið í 5. bekk eða eitthvað. Ohh, hvað það er svekkjandi að missa af þessu. Ég treysti á ykkur hin að mæta 😉

En Týr er líka að koma til landsins svo ég er sátt 🙂 Þeir verða á Nasa 4. október. Mikið hlakka ég til. Ég treysti líka á ykkur að mæta þar 🙂

4 thoughts on “Haddaway á leið til landsins!!!…og Týr”

  1. Tíundi áratugurinn var myrkur í tónlistarsögunni. Fyrst dó Freddie og síðan ótal hæfileikalausir teknópopparar sem sungu mismunandi heilalausa texta við sama heilalausa lagið.

  2. Ég væri sko alveg til í að fara á tónleikana en er því miður að vinna næturvaktir þessa helgi svo ekkert verður úr því:-( Við verðum bara að halda okkar eigið Haddaway partí síðar, þegar okkur hentar;-)

    Kveðja, Íris

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *