Nýir tímar – á traustum grunni – my ass!

Ég er að dunda mér við að strá salti í sárin mín með því að lesa stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Það er hlægilegt að lesa stefnuna sem var sett fram á landsfundi flokksins í apríl sl.

Í ályktun um efnahags- og skattamál er klikkt út með þessari klausu:

Landsfundur leggst alfarið gegn þeim hugmyndum sem fram hafa komið um að hækka beri fjármagnstekjuskatt. Slíkt væri tilræði við sparnað í landinu og myndi án efa leiða til flótta fjármagns úr landi, þar sem um kvikan skattstofn er að ræða.

Markmið Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum eru fjölbreytt atvinnulíf, stöðugt verðlag, enn lægri skattar og frelsi í viðskiptum. Einungis þannig verður tryggt að hver og einn fái möguleika til þess að njóta sín. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta og allra byggða og vill hafa forystu um samstöðu meðal þjóðarinnar um að efla nýsköpun á frjálsum markaði og nýta sóknarfæri í atvinnulífinu með þátttöku allra þjóðfélagsþegna. Einungis þannig verður Íslendingum áfram skipað í fremstu röð meðal þjóða heims hvað lífskjör varðar.

Þvílíkt djók. Tilræði við sparnað í landinu! Annað í þessari ályktun er aðallega eitthvað kjaftæði um að lækka skatta. Og hvaðan áttu þá peningarnir í uppbyggingu samfélagsins að koma. Átti kannski bara að halda áfram að búa til platpeninga?

Á þessi flokkur einhverja fylgismenn ennþá?