18% stýrivextir og ónýt króna á floti

Hvað mun það kosta á endanum að setja ónýta gjaldmiðilinn okkar á flot aftur og hækka stýrivexti?

Á meðan dollarinn er í 120 krónum samkvæmt Seðlabankanum segir Forbes 225 krónur…

Af hverju voru menn að lækka stýrivexti um 3,5 prósentustig fyrir hálfum mánuði fyrst menn hækka þá svo aftur um 6 prósentustig í dag?

Mér skilst að þessir háu stýrivextir séu m.a. til að hindra flæði fjármagns frá landinu. Ég hélt að það væri ekki beinlínis vandamál þessa dagana…

Svo margar spurningar, svo lítið um svör…