Mótmæli á laugardaginn

Mér finnst alltof margir Íslendingar vera sofandi. Við sitjum uppi með handónýta stjórn og spillingin grasserar í öllum hornum en það heyrist alltof lítið í fólki.

Á laugardaginn höfum við tækifæri til að koma saman og mótmæla! Vera með læti og sýna að okkur er ekki sama. Ég vil sjá fólk safnast þúsundum saman og helst tugþúsundum. Mér finnst það ekki gild afsökun að fólk vilji gera eitthvað með börnunum sínum á laugardögum. Auðvitað er nauðsynlegt að njóta stunda með fjölskyldunni en það má sameina þetta tvennt. Svo má fara á bókasafnið eða kaffihús eftir mótmælin ef fólki langar að gera eitthvað huggulegt.  Og í guðanna bænum ekki láta það stuða ykkur að nokkrir einstaklingar með svarta fána hrópi Drepum auðvaldið.

Það er ágæt mótmælaleið að blogga eða stofna grúppur á Facebook EN ráðamenn þessa lands sjá það fæstir og sjaldnast kemst það í fréttirnar. Mótmæli koma í fréttunum bæði innan lands og utan og sýnir umheiminum að við samþykkjum ekki þetta rugl.

Við verðum að standa með okkur! Alveg eins og við stöndum með samkynhneigðum og íslenska handboltalandsliðinu.