Afsagnir

Ég sé ekki annað fyrir mér en að Bjarni Harðar verði að taka pokann sinn á morgun. Óheppilegt fyrir karlugluna „að lenda í þessu“. Framsóknarmenn keppast um að blogga um að hann verði að segja af sér…og þá voru eftir sex. Þarf svo ekki Valgerður að segja af sér líka? Það finnst mér.

Það er afskaplega sorglegt að þeir sem eru ekki lúnknari en þetta að fela spillingarslóðina sína verði að segja af sér. Á meðan hinir sem eru aðeins betri í að sýsla með tölvupóst til dæmis sitja sem fastast. Og það þó að glæpir þeirra séu enn stærri.

Já, ég er andvaka…