Svæðisútvarpið

Mér finnst fáránlegt að ætla að leggja niður svæðisútsendingar RÚV frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Bara algjörlega fáránlegt! Frekar ætti að leggja niður Kastljósið. Fréttir af landsbyggðinni fá alveg nógu litla athygli þó þetta bætist ekki ofaná. Þetta er svo fáránleg forgangsröðun hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna að það er ekki nokkru lagi líkt.

5 thoughts on “Svæðisútvarpið”

  1. nei sko það er ekki hægt, það er nefnilega sýnt í henni reykjavík !
    svona það sama eins og þegar veðurfréttir eru sagðar, þá stendur veðurfréttamaðurinn/konan ALLTAF fyrir austurlandi !
    Arg….

  2. Það á greinilega að leggja bara meiri áherslu á svæðisútvarp Reykjavíkur. Ég hlusta reyndar lítið á útvarp en það virðist að töluverðum hluta snúast um veðrið í Reykjavík, umferðarteppur á Miklubraut og eitthvað sem okkur landsbyggðarlýðnum gæti ekki verið meira sama um.
    Fólk vill fá „local“ fréttir og tilkynningar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *