Svæðisútvarpið

Mér finnst fáránlegt að ætla að leggja niður svæðisútsendingar RÚV frá Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði. Bara algjörlega fáránlegt! Frekar ætti að leggja niður Kastljósið. Fréttir af landsbyggðinni fá alveg nógu litla athygli þó þetta bætist ekki ofaná. Þetta er svo fáránleg forgangsröðun hjá Ríkisútvarpi allra landsmanna að það er ekki nokkru lagi líkt.