…borgarstjórnarmálin voru í tómu tjóni
…tveir ísbirnir gengu á land á Íslandi í júní
…forsætisráðherra var í afneitun megnið af árinu
…jörð skalf á Suðurlandi
…fullt af fólki missti vinnuna
…gengi íslensku krónunnar hrundi
…Ólafur F. var borgarstjóri í 7 mánuði
…síldin sýktist
…mótmæli voru áberandi
…ráðamenn skitu ítrekað í buxurnar…og eru enn að
…svo margt margt fleira gerðist
Og á persónulegri nótum var 2008 árið sem…
…við Óli trúlofuðum okkur á Trafalgar Square í London, brúðkaup auglýst síðar
…ég fór til London í fyrsta sinn en vonandi ekki síðasta sinn
…ég varð 25 ára
…ég fór á Norðfjörð um páskana
…ég fór í vorbústaðaferð með saumó og þau haugsnjóaði svo við áttum í erfiðleikum með að komast heim
…ég var í viku á Rauðhólum í sauðburði, samkvæmt venju
…
…ég fór til Svíþjóðar með Óla, Hafdísi, Mumma og Sóleyju
…Anna Steina mágkona og Martin giftu sig í Borlänge
…við áttum tvo góða rigningardaga í Stokkhólmi
…við skruppum frá Stokkhólmi til Köben til að fara á Týstónleika
…Rósa og Jónbjörn giftu sig og eignuðust Ósk Laufeyju
…Siggi og Sigrún giftu sig, sama dag og R og J svo við komumst ekki
…ég fór í fyrsta skipti til Ísafjarðar
…
…ég fór í haustferð til Vopnafjarðar, tók upp kartöflur og týndi ber
…ég fór á ferna Týstónleika á Íslandi í október
…ég fór með Óla og vinnufélögunum til Edinborgar
…ég fór á Queen tónleika í Glasgow
…var fyrsta heila árið mitt á Menntasviði
…ég átti fullt af góðum stundum með fjölskyldu og vinum en hefði svo gjarnan viljað hafa þær miklu fleiri
…
Gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu!