Sjallar

Sjallarnir halda áfram að leika sama gamla leikinn, setja upp pókerfésin og segja að þetta sé allt öðrum að kenna. Fara með Samfylkinguna alveg eins og Framsókn forðum. Enda eru Sjallar vélmenni á meðan annað fólk er mannlegt og hefur tilfinningar.

4 thoughts on “Sjallar”

  1. Eygló mín. Ég þekki marga sjálfstæðismenn með góðar tilfinningar, og mörgum þeirra þykir mjög vænt um þig. Það er ekki rétt að alhæfa svona. Svo vona ég að allt gangi vel hjá ykkur, og að þú og „litla frænka/frændi“ séuð hress og hraust. KkÓf.

  2. Takk fyrir Óla mín. Við erum hress og kát og höfum það ósköp gott 🙂
    Ég veit að þetta er svakaleg alhæfing en stundum verður maður pirraður á því að fylgjast með fréttum (og ætti þá e.t.v. stundum að telja uppað tíu áður en maður bloggar ;)).

  3. Ég vona að þú hafir ekki orðið sár við mig, mér datt bara í hug að með þessu værir þú að setja pabba í hóp með „illmennum“ Hafið það sem allra best, og vonandi kemstu sem fyrst til Vopnafjarðar 🙂 KkÓf.

  4. Nei, alls ekki, engin sár hér. Við afi höfum oft rætt stjórnmál og höfum held ég bæði nokkuð gaman af. Stundum erum við sammála en kannski oftar ósammála. En ég held reyndar að afi og hans pólítík eigi lítið skylt við það sem Sjálfstæðisflokkinn er að gera í dag og hefur verið að gera síðustu ár.

    Vonandi get ég sett Vopnafjarðarferð á dagskrá á næstunni 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *