Blogg

Ég er ánægð með nýju ríkisstjórnina.
Mér finnst ömurlegt hvað það eru margir atvinnulausir.
Ég hlakka til að fá að kjósa en ég nenni ekki þrasinu sem fylgir kosningum.
Mér finnst ömurlegt hvað það eru til litlir peningar í landinu – og ekki síður hvernig peningum hefur verið sóað síðustu ár.
Ég vona að klárað verði að byggja upp veginn til Vopnafjarðar og farið í aðrar brýnar vegaframkvæmdir – og að það skapi atvinnu fyrir slatta af fólki.
Ég vona að spilling og einkavinavæðing verði upprætt á Íslandi.
Mér er ekki vel við Sjálfstæðisflokkinn og flestallt sem hann hefur fram að færa og vona að fólk hafi vit á að gefa honum ekki atkvæði sitt 25. apríl.

Ég hlakka til sumarsins.
Mig langar í nám – en fer væntanlega ekki í það alveg á næstunni.
Mig langar ekkert til útlanda en mig langar til Vopnafjarðar.
Ég er ekki lengur stjórnarmeðlimur í Vantrú en Óli er orðinn formaður.
Við keyptum borðstofuborð og stóla um daginn.
Ég á bráðum þrítugan Óla.
Ég er að borða jógúrthúðaðar rúsínur.

Ég held að Facebook hafi stolið getunni til að blogga frá mörgum – allir hættir að blogga nema Óli, Matti og Stebbi (og svo allir stjórnmálaþrasararnir en ég tel þá ekki með).

3 thoughts on “Blogg”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *