Katrín, Auður og Steinunn

Á morgun er stór dagur. Forval hjá VG í Reykjavík. Þrjár kvinnur eru öruggar um mitt atkvæði; Katrín Jakobsdóttir, Auður Lilja Erlingsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir. Gæti vel hugsað mér að sjá þær allar inná þingi eftir kosningar. Svo þarf ég að finna sjö aðra álitlega kosti – ég hlýt að finna út úr því.