Barnadót og bílapælingar

Ég er voðalega mikið að hugsa um allskonar barnadót þessa dagana. Það sem ég er helst að velta fyrir mér er hvernig barnavagn maður ætti að kaupa, hvort ömmustólar eru sniðugir, hvort að vagga sé málið og hvernig barnabílstólar eru bestir. Þið megið endilega deila ykkar reynslu því við erum frekar lost í þessu.

Svo erum við líka að íhuga að kaupa nýjan bíl bráðlega (þó við séum ekkert sérlega spennt fyrir því að losa okkur við elsku Micruna). Bíllinn þarf að vera rúmgóður (rúma barnavagn) og sparneytinn (helst ekki eyða mikið meira en Nissan Micra ’95). Og hann má ekki vera eldri en árgerð 2000, ekki óhóflega mikið keyrður og helst ekki kosta mikið, milljón er algert hámark. Ef einhver sem les þetta hefur vit á þessu má líka deila upplýsingunum 🙂