Barnadót og bílapælingar

Ég er voðalega mikið að hugsa um allskonar barnadót þessa dagana. Það sem ég er helst að velta fyrir mér er hvernig barnavagn maður ætti að kaupa, hvort ömmustólar eru sniðugir, hvort að vagga sé málið og hvernig barnabílstólar eru bestir. Þið megið endilega deila ykkar reynslu því við erum frekar lost í þessu.

Svo erum við líka að íhuga að kaupa nýjan bíl bráðlega (þó við séum ekkert sérlega spennt fyrir því að losa okkur við elsku Micruna). Bíllinn þarf að vera rúmgóður (rúma barnavagn) og sparneytinn (helst ekki eyða mikið meira en Nissan Micra ’95). Og hann má ekki vera eldri en árgerð 2000, ekki óhóflega mikið keyrður og helst ekki kosta mikið, milljón er algert hámark. Ef einhver sem les þetta hefur vit á þessu má líka deila upplýsingunum 🙂

6 thoughts on “Barnadót og bílapælingar”

 1. Hondan okkar er yyyndisleg og mæli ég með Honda CRV, ættuð að geta fengið slíkar undir millu. Okkar var keyrð 70 þús km held ég en er ´01 árgerð held ég 😉

  Ömmustól notaði ég einu sinni. Ekki oftar.

  Hef ekki reynslu af vöggum, BHK svaf í fangi, hjónarúmi og rimlarúmi.
  Britax bílstólar eru það eina sem ég vil sjá.
  Emmaljunga vagninn okkar er draumur, en eflaust til aðrir sem gera sama gagn og valda sömu ánægju;)

 2. Merkilegt – en ég er líka búin að vera að spá í svona barnadóti.

  Þegar þið skoðið barnavagn mæli ég með því að athuga dýnuna. Ég man að mér fannst þegar við vorum að velja barnavagn að í sumum væri nánast eins og börnin væru látin liggja á naglabrett – svo þunn var dýnan og eitthvað víravirki í botninun undir henni.

  Ömmustólar geta verið þægilegir til að bregða börnum í. Þó varla nauðsynlegasta barnadótið en um að gera að hafa, allavega ef þú hefur greiðan aðgang að svoleiðis stól.

  Vagga er þægileg fyrstu mánuðina, þar sem hún er auðfæranleg milli herbergja og má vagga eða rugga.

  Við höfum leigt barnabílstóla hjá VÍS. Önnur tryggingafélög eru líka með bílstólaleigur. Okkur finnst þetta þægilegt, enda teljum við okkur þá vera að fá örugga stóla og þurfum ekkert að vera að spá í hvort þeir séu orðnir gamlir, slitnir, skekktir o.s.frv. Treystum semsagt VÍS. Þar þarf reyndar að panta stól snemma því það eiga það til að vera biðlistar.

 3. Ég get tjáð mig um barnadót en ekki bíla 😉

  Við erum með Emmaljunga vagn sem mér finnst frábær. Verst hvað vagnar eru sjúklega dýrir!

  Ömmustól fékk ég lánaðan og fannst mjög fínt að nota hann allra fyrstu mánuðina.

  Vagga kom úr Daða fjölskyldu og ég hélt hún væri algjör óþarfi en eftir á finnst mér hún næstum nauðsynleg, svo þægilegt að geta tekið barnið með hvert sem er, myndi hiklaust nota vöggu aftur.

  Við keyptum Graco Logico S með base til að setja í bílinn. Hann er mjög þægilegur því maður þarf ekki alltaf að vera að festa og losa stólinn heldur smellir bara í base-ið. Bílstóll nr. 2 var svo Britax First Class sem er í raun fyrir börn frá fæðingu og getur verið bæði fram- og bakvísandi. Hann er líka frábær en ég held að ég hefði samt ekki viljað fá hann sem fyrsta stólinn, þægilegra þegar maður er farinn að taka bara barnið úr stólnum en ekki stólinn með barninu í.
  Nú langar mig bara að fara að eignast annað barn eftir að tala um alla þessa „pínulitlu-barna-hluti“ 😉

 4. Hvar á maður að byrja…? Mér finnst ömmustóll nauðsynlegur – á einn 35 ára gamlan og hann er alltaf í láni! Get sett þig á biðlista;)
  Ég á kerruvagn, man ekkert hvaða tegund en hann er fínn. Finnst mikilvægt að hann sé hlýlegur, blási ekki inn og sé ekki allur opinn.
  Notaði aldrei vöggu, þau sváfu bara í vagninum þegar þau voru frammi hjá mér.
  Bílstólana skaltu skoða vel, fullt af síðum á netinu með öryggisprófunum og þess háttar. Mæli ekki með stólum sem „stækka“ með barninu. Keyptu stól fyrir hvert tímabil.

  Varðandi bílamál, þá skaltu bara kaupa Toyotu! Eða einhvern japanskan;)

 5. Takk fyrir upplýsingar – þetta kemur sér vel.

  Er komin með ömmustól sem ég fékk gefins. En vagn, vagga og bílstóll er enn smá hausverkur en það eru nú nokkrar vikur til stefnu enn 🙂

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *