Forval VG

Þá er búið að velja í fimm efstu sætin á lista VG í Reykjavíkurkjördæmunum. Ég get verið sátt því mínar uppáhaldskonur eru allar á topp 10. Ég hefði samt alveg viljað sjá Steinunni og Auði sæti ofar eða svo. Katrín fékk algjörlega frábæra kosningu, um 80% þeirra sem kusu í forvalinu settu hana í fyrsta sæti.

Kolbrún Halldórsdóttir kom ekkert sérstaklega vel út úr þessu. Lenti í 6. sæti forvalsins sem þýðir 3. sæti á öðrum hvorum listanum. Mér finnst að hún ætti að draga sig í hlé enda alveg glatað ef hún verður í baráttusæti listans. Hún er óvinsæl utan flokks og umdeild innan flokks. Held hún ætti frekar að einbeita sér að leiklistinni eða einhverju öðru sem hún er betri í en pólitík.

En annars er ég bara sátt við niðurstöðuna 🙂