Nýr viðskiptavinur Nýja Kaupþings

Nú er SPRON víst búið að vera. Og þar með er ég orðin viðskiptavinur Kaupþings. Ég er ekkert óskaplega kát með það. En hvaða bankastofnun er skárri? Ef einhverjir af litlu Sparisjóðunum lifa af þá er spurning um að færa sig þangað.

Það er hálfóþægilegt að vita af því að það sé verið að millifæra peningana manns í annan banka. En maður veit svo sem að það verður allt í lagi. Og maður þarf víst ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þeir felli niður lánin hjá manni 😉