Mér finnst það algjörlega fáránlegt að að það sé bara hægt að fresta umsömdum launahækkunum af því að sum fyrirtæki eru hugsanlega í vanda. Það vill nefnilega svo til að sumir einstaklingar eru líka í vanda og veitir ekkert af t.d. 13500 krónum aukalega í launaumslagið á mánuði. Afborganir af lánum hafa hækkað gríðarlega síðustu mánuði, sama má segja um verð á matvörum og nánast öllu sem fólk þarf að kaupa til að reka heimili og lifa af.
Verkalýðshreyfingin má ekki bara lúffa. Hún á að berjast fyrir launþega í landinu, ekki veitir af. Þau fyrirtæki sem ekki höndla það að veita starfsfólki sínu 13500 króna launahækkun á mánuði eiga sennilega eftir að rúlla yfirum hvort eð er.
Svo er 13500 ekkert endilega heilög tala, það hefði e.t.v. mátt semja um einhvern milliveg þarna.
Launþegar mega ekki láta halda sér niðri endalaust með þeirri hótun sem er notuð óspart á okkur þessa dagana…að ef þeir haldi ekki kjafti og vinni vinnuna sína (sama á hvaða lúsarlaunum) þá eigi þeir á hættu að missa vinnuna eða maðurinn á næsta borði.