Ekki til peningar

Voðalega finnst mér þetta óþægileg frétt. Að Seðlabankinn sé að reyna að koma í veg fyrir að MP kaupi útbúanet Spron því að Kaupþing hafi ekki bolmagn til að greiða út inneignir fyrrum viðskiptavina Spron (sem mögulega myndu færa sig til MP) sem þau voru að „eignast“ fyrir hálfum mánuði.

Þó að ég viti að það eru ekki til pappírspeningar fyrir nærri öllum inneignum alltaf þá gerir þetta manni enn ljósara að það sem maður á inni í banka eru bara tölur á tölvuskjá (og það hefur sennilega verið það sem var fært á milli þarna um daginn, tölurnar á skjánum en engir raunverulegir peningar). Nú langar mig eiginlega enn meira til að færa mig frá Kaupþing til að lenda ekki í því aftur að bankinn minn þurrkist út. En staðan er sjálfsagt ekki mikið betri í Landsbankanum eða Íslandsbanka og staða Sparisjóðanna úti á landi eru enn svolítið óljós.

Það er engin sæla að þurfa að eiga í bankaviðskiptum á Íslandi árið 2009.

2 thoughts on “Ekki til peningar”

  1. Mér finnst MP banki ekki svo aðlaðandi eftir umfjöllun Kastljóssins um daginn. Það eru allir í ruglinu. Það er auðvitað ekkert eðlilegt að selja MP eignir spron á 800 milljónir, það væri eins hægt að gefa þeim þetta. Nú til dags virðast koddar og dýnur vera skásti kosturinn ef fólk þarf að geyma e-a peninga.

  2. Alveg sammála þessu. Ég er einmitt í miklum vandræðum með að velja hvert ég vill fara, mig langar ekki að vera í viðskiptum hjá Kaupþing. Ég er mjög óánægð með hvernig var staðið að þessari yfirtöku og allt í einu var ég komin með nýtt útibú og það á Hlemmi af öllum stöðum!
    Ég er að pæla í að fara samt í sparisjóð út á landi þótt staðan sé óljós þar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *