Sigmundi Davíð ekkert kappsmál að verða þingmaður

Það er frekar spes að heyra formann stjórnmálaflokks sem skipar 1. sæti framboðslista lýsa því yfir 10 dögum fyrir kosningar að það sé honum ekkert sérstakt kappsmál að verða þingmaður og að það séu til mörg skemmtilegri störf. Svolítið eins og að játa ósigur áður en að baráttan er búin.

En hann getur huggað sig við það að ég ætla ekki að kjósa hann svo vonandi fær hann eitthvað skemmtilegra að gera en að húka inná þingi.