Bensín

Hvað er að hjá þessum fjandans olíufélögum?

Í lok maí hækkuðu ÖLL olíufélögin hjá sér bensínverð um ca. 12 krónur, daginn eftir að Alþingi samþykkti hækkun á bensíngjaldi. Svo fóru neytendasamtökin eitthvað að skipta sér af og kom þá í ljós að það var kolólöglegt að hækka bensínverðið strax á þær birgðir sem til voru fyrir. Gjaldið átti aðeins að leggjast að það sem ætti eftir að kaupa inn til landsins. Gott og vel, ÖLL olíufélögin voða sorrí, sumir endurgreiddu en aðrir lofuðu að leggja gróðann til góðgerðarmála.

En svo nokkrum dögum seinna hækkaði bensínverðið aftur í ca. 173 krónur, ekki veit ég af hverju. Og aftur hækkaði verðið nokkrum dögum síðar í ca. 178 krónur. Og svo núna fyrir nokkrum dögum lækkaði verðið aftur um ca. 3 krónur í 175 krónur. Hvurslags andskotans leikur að tölum er þetta? Varla eru menn að kaupa inn á nokkurra daga fresti?

Og nýjasta nýtt. Skeljungur er búinn að hækka hjá sér bensínið um 12 krónurnar aftur og kostar bensínið hjá þeim núna 189 krónur. Í lok maí eftir bensíngjaldshækkun kostaði bensínið um 179 en núna í lok júní kostar bensínið 189 krónur eftir bensíngjaldshækkun. Hvaða 10 krónur eru þetta sem þeir náðu að smyrja á þetta aukalega í einum mánuði? Ha?! Þeir voru alveg örugglega ekki að hækka launin hjá starfsfólkinu sínu og það hafa ekki verið slíkar sveiflur á genginu í mánuðinum að þetta réttlæti þvílíka hækkun.

Þetta eru glæpamenn!