Vörugjöld

Það er nú ekki alveg í lagi með þessa ríkisstjórn. Ef ég er að skilja hlutina rétt verður lögð aukin vörugjöld á matvörur frá 1. september. Og ekki bara gos og nammi, heldur líka t.d. niðursuðuvörur, kaffi og te. Nú hefur matarverð hækkað gríðarlega síðasta árið og einhvernveginn finnst mér ekki á það bætandi. Og eins og með áfengis-, tóbaks- og bensíngjöldin þá fer þetta beint útí vísitöluna sem síðan eykur verðbólguna og hækkar verðtryggðu lánin.