Ruslarugl í borginni

Þvílík endemis vitleysa hjá Reykjavíkurborg að ætla að hætta sækja sorp sem er meira en 15 metrum frá sorpbíl nema að íbúar borgi aukagjald. Hinir möguleikarnir er að dröslast sjálfur með tunnuna „uppá veg“ eða færa sorpgeymsluna. Þeir gera ráð fyrir að um helmingur sorptunna sé fjær en 15 metra. Nú bý ég í þeim enda blokkarinnar sem er fjærst bílastæðinu, ætli mín sorpgeymsla sé ekki lengra en 15 metra frá bílastæðinu? Með þessu rugli á að „spara“ borginni einhverjar milljónir en sá sparnaður kemur auðvitað beint úr vasa borgaranna.

Það væri nær að leggja meiri áherslu á flokkun sorps og gera hana auðveldari fyrir borgarbúa.

2 thoughts on “Ruslarugl í borginni”

  1. Er ekki allt í lagi að rölta með ruslið einusinni í viku eða mánuði, kostar hinn alemnna borgara ekkert.
    Ég var í Englandi fyrir stuttu, í litlu þorpi á enskan mælikvarða 90.000 manns og þar þurfa allir að flokka ruslið sitt, þú færð 3 körfur með mismunandi lit og flokkar heimilis sorp, gler, plast og pappa, óskup einfalt, bara spurning um að stilla sig inn á þetta.
    Kv, Ingþór

  2. Það er svo sem ekkert stórmál fyrir hraust fólk að rölta með ruslið. En ég sé fyrir mér að þetta geti verið vandamál fyrir t.d. eldra fólk og svo er ég ekkert viss um að ég færi létt með að draga fulla ruslatunnu uppúr kjallaranum. Svo er stundum rok hérna og þá væri fallegt að sjá rusl og ruslatunnur fjúkandi til.

    Ég væri einmitt til í að það væri tunna hér sem hægt væri að flokka rusl í en það er ekki boðið uppá það fyrir blokkir ennþá – og þeir sem geta haft slíka tunnu þurfa að borga extra fyrir hana. Við hins vegar flokkum allt rusl sem hægt er að flokka og dröslum því sjálf uppí Sorpu ca. einu sinni í mánuði.

    En takk fyrir kommentið og bestu kveðjur til Norge:-)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *