Ruslarugl í borginni

Þvílík endemis vitleysa hjá Reykjavíkurborg að ætla að hætta sækja sorp sem er meira en 15 metrum frá sorpbíl nema að íbúar borgi aukagjald. Hinir möguleikarnir er að dröslast sjálfur með tunnuna „uppá veg“ eða færa sorpgeymsluna. Þeir gera ráð fyrir að um helmingur sorptunna sé fjær en 15 metra. Nú bý ég í þeim enda blokkarinnar sem er fjærst bílastæðinu, ætli mín sorpgeymsla sé ekki lengra en 15 metra frá bílastæðinu? Með þessu rugli á að „spara“ borginni einhverjar milljónir en sá sparnaður kemur auðvitað beint úr vasa borgaranna.

Það væri nær að leggja meiri áherslu á flokkun sorps og gera hana auðveldari fyrir borgarbúa.