Jól 2010/2011 búin – jól 2011/2012 handan við hornið

Þá eru jólin búin einu sinni enn – og eftir nokkra mánuði verður maður steinhissa á því að jólin séu að nálgast einu sinni enn. Tíminn líður. Við erum búin að pakka okkar jólum niður í kassa. Ég var ekkert mjög sorgmædd yfir því í þetta sinn, var bara alveg tilbúin í að pakka þeim saman. Stundum hef ég viljað halda í jólin sem lengst en núna er ég bara einhvernveginn til í slaginn, tilbúin að takast á við nýtt ár. En jólin eru reyndar svo miklu meira en skraut í kassa. Jólaminningarnar fara vissulega í geymslu en það er tiltölulega fljótlegt að ná í þær (allavega enn sem komið er). Og svo eigum við ennþá helling af jólanammi sem við bíðum eftir að bjóða einhverjum góðum vinum sem reka inn nefið 😉

One thought on “Jól 2010/2011 búin – jól 2011/2012 handan við hornið”

  1. Alveg sammála með að vera tilbúin að pakka niður jólunum núna, þetta passaði bara fínt 😉
    Svo til fróðleiks má geta þess að árið 2012 verður 21. desember á föstudegi – þá fær maður kannski nógu mikið jólafrí til að verða alveg afslappaður 😀

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *