Andvakablogg

Ég ætlaði að vera voða dugleg að skrifa á þetta blogg þetta árið – en svo eru bara allt í einu alveg að koma jól – alveg eins og ég bjóst við.

Núna er ég andvaka. Var að klára að lesa bókina Einn dagur og er með óskaplega Bretlandseyjaþrá. Langar til Edinborgar, langar til London, langar til Cork. Læt mig dreyma um flögur með ediki og samlokustaði sem krefjast þess að maður fái sér annað hvort smjör eða majónes. Vona að ég geti heimsótt einhvern þessara staða á næstu árum. Kannski maður ætti bara að hoppa upp í flugvél og skella sér.

Er full af  fortíðarþrá  og sakna tíma bloggsins. Facebook er bara ekki nærri því jafn gott og blogg – því blogg er betra en að hitta fólk 😉 Mér finnst óskaplega skemmtilegt að detta niðrí að lesa gamlar bloggfærslur annað slagið og fá innsýn í hugsanir mínar fyrir nokkrum árum síðan. Og í bloggi er hægt að skrifa svo miklu meira en í Facebook status. Og þrátt fyrir allt nær Facebook alltaf að toga í mann aftur. Þrátt fyrir fýluna sem fylgir því þegar maður sér að fólk hefur eytt manni af vinalistanum eða þegar maður sér að fólk var að gera eitthvað skemmtilegra en að hanga með mér. Sennilega verður áramótaheitið fyrir 2012 líka að blogga meira og FB-ast minna 🙂

Eigið góðar desemberstundir og verið góð hvert við annað.