Greinasafn fyrir flokkinn: Almennt

Klukkan er bara tvö…

…og mér er farið að dauðleiðast í vinnunni. Mjög lítið að gera og ég hræðist ekkert meira en að einhver komi og spyrji mig um e-ð. Ég er nefnilega í tónlistar-og myndbandadeildinni og veit ekki neitt, ég veit ekki einu sinni hvernig skipulagið er hérna. Hlakka til klukkan fimm, þá ætla ég að fara heim og hafa það gott, í kvöld ætla ég svo að fara e-ð út í gönguferð.

Svo eru bara tvær notalegar vinnuvikur og svo flytjum við og byrjum í skólanum. Ó, ljúfa líf.

Blogg úr vinnu og heimsókn á Hrafnistu

Ég er að blogga úr vinnunni…í annað sinn, bloggaði síðustu færslu þaðan líka. Það er lítið að gera.

Skrapp annars í heimsókn á Hrafnistu í nótt[þrátt fyrir að vera steinsofandi uppí rúmi] og hitti þar fyrir Guðríði vinkonu mína. Hún hafði skipt um herbergi svo að ég fékk vægt sjokk þegar ég kom og hélt að hún væri dáinn, en það var sem betur fer ekki. Vona að hún sé ekki dáinn í alvöru. Væri fróðlegt að vita hvernig ástandið á fólkið þarna er núna, hef ekkert frétt í rúma þrjá mánuði…

Hitt og þetta

Búin að vera frekar löt hérna. Kenni andleysi og orkuleysi um. Ekkert merkilegt að gerast í lífi mínu, en það er allt að fara að gerast eftir nokkra daga og vikur. Get einhvernveginn ekki notið augnabliksins, er bara að bíða. Það sem ég er að bíða eftir eru fyrst og fremst flutningar og að skólinn byrji. En ég er líka að bíða eftir Foo Fighters tónleikunum og því að fólk flytji til Reykjavíkur. Er hálflömuð af tilhlökkun og á enga orku.
Íbúðin er líka hálfdrusluleg og á ekkert eftir að skána þegar við förum að pakka, svo að ég sé ekki fram á að andleg heilsa mín verði í jafnvægi fyrr en í kringum 10. sept þegar við verðum flutt og búin að koma okkur almennilega fyrir.

Austfirsk blogg

Ég auglýsi hér með eftir austfirskum bloggurum, bæði þeim sem búa fyrir austan eða hafa búið þar. Gefið ykkur fram í kommentakerfinu eða sendið mér mail á eyglo@hi.is

12.2288% – Geekish Tendencies

Ég er 12,2288% nörd. Frá því að ég kynntist Óla hefur nördismi minn vaxið gríðarlega og er enn að vaxa, þó það hafi kannski aðeins hægst á vextinum, því nú er ég farin að neita að taka þátt í ýmsum nördisma t.d. að horfa á Star Trek. Glætan!

Þreytt

Er alveg svakalega þreytt núna. Svaf illa í nótt. Náði samt að koma mér í gegnum vinnudaginn sómsamlega. Ætla að leggja mig á eftir þegar ég verð búin að skreppa í Kringluna og kaupa mér e-ð í svanginn.
Svo er það kertafleyting í kvöld…í fyrsta sinn sem ég mæti, hefur samt langað að fara síðustu 4 ár.

Ný heimkynni

Nú hef ég eignast ný heimkynni bæði í netheimum og raunheimum. Reyndar er ég ekki flutt í raunheimum en það gerist innan fjögurra vikna vonandi, vorum að undirrita leigusamning nú fyrir stundu. En flutningar í netheimum hafa þegar átt sér stað…nú líður mér eins og „alvörubloggara“ 🙂