Greinasafn fyrir flokkinn: Bíó

Dagarnir líða

Long time, no blog! Reyndar ekki langur tími miðað við oft áður en…

Á sunnudaginn fór ég í Vantrúarlunch. Gestrisnin og veitingarnar hjá Matta og Gyðu klikkuðu ekki frekar en fyrr daginn. Og félagsskapurinn svosem ágætur líka 😉
Eftir lunchið skellti ég mér í sund. Það var bara svo hrikalega gott veður á sunnudaginn að það var ekki hægt að vera inni. Synti 550 m og virðist bara vera í nokkuð góðu sundformi þrátt fyrir að hafa ekkert synt í 2 mánuði. Þarf að gera meira af þessu.
Fór til Rósu og Jónbjörns um kvöldið og horfði með þeim á Næturvaktina. Það eru nokkuð smellnir þættir 🙂

Á mánudagskvöldið fórum við Rósa í bíó. Sáum Heima 🙂 Mér fannst hún æði og væri alveg til í að fara aftur. Hún var falleg, hún var hljómfögur, hún var fyndin, hún vakti gæsahúð, hún fyllti mig stolti, hún fyllti mig kjánahrolli, hún vakti hjá mér löngun til að fara á ródtripp um Ísland. Ég mæli með henni.

Í gærkvöldi fór ég á kaffihús með saumaklúbbnum. Fórum á Kaffi Mílanó sem er alltaf voða næs. Plönuðum margt en kjöftuðum meira 🙂

Ég ætla að vera heima hjá mér í kvöld.

Bíódagar

Við Óli erum að taka bíódaga græna ljóssins með trompi. Erum bæði með 10 miða kort á hátíðina.
Erum so far búin að sjá The bridge, For your consideration, Sicko, Fast food nation og Death of a president.

The bridge er heimildarmynd um sjálfsvíg á Golden Gate brúnni en þau eru ca. 25 á ári. Ótrúlega mögnuð mynd. Talað við aðstandendur og fólk sem verður vitni af sjálfsvígum þarna. Svo er líka talað við einn sem lifði stökkið af. Mjög góð.

For your consideration var ekkert spes. Bara svona lala gamanmynd.

Sicko er frábær. Algjör möstsí. Fjallar um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum og hryllinginn í kringum það. Væri áhugavert að sjá tölur yfir dauðsföll sem má rekja beint til þessa lélega heilbrigðiskerfis. Michael Moore gerir þessa mynd, sá sem gerði Farenheit 9/11 og Bowling for Colombine. Moore hefur gott lag á að gera skemmtilegar heimildarmyndir um alvarleg málefni.

Fast food nation er góð ef þig langar að hætta að borða hamborgara um óákveðinn tíma 😉 Allavega lítið spennandi að sjá sláturferlið á bíótjaldi. Varð hugsað til þeirra sem eru á móti hvalveiðum vegna þess að veiðarnar séu svo ógeðfelldar. Maður hefur svo oft séð myndir af hvalveiðum í sjónvarpinu og auðvitað er það ógeðslegt, en það er ekkert geðfelldara sem fer fram í sláturhúsum landsins. En ég mæli virkilega með henni. Skilst á Óla að bókin sé betri.

Death of a president er gerviheimildarmynd um morðið á George W. Bush. Ótrúlega vel gerð og trúverðug. Mæli með henni.

Sumarið hingað til…

Nú hef ég ekkert bloggað í næstum mánuð. Það er ennþá júní og komið enn meira sumar.

Við fórum til Akureyrar um hvítasunnuhelgina. Þar hittum við marga Óla-ættingja. 3 litlar frænkur (Kötlu krútt sáum við í fyrsta skipti), eina systur, 5 frændur, Siggu ömmu, Gunnþór afa og fleiri. Við förum orðið frekar sjaldan til Akureyrar, ég hafði ekki komið í rúmt ár núna (fyrir utan millilendingar á leið til Vopnafjarðar).

Ég fór á Snæfellsnes helgina 9.-12. júní. Amma, afi og Ásta Hanna voru þar í sumarbústað. Það var flennibjart og gott útsýni þegar ég kom á föstudagskvöldinu. Þoka og rigning laugardag og sunnudag. Hávaðarok á mánudeginum þegar ég fór heim aftur. Við gerðum þó ýmislegt þrátt fyrir leiðindaveður. Fórum til Ólafsvíkur og Stykkishólms og skoðuðum þar söfn og rúntuðum um bæina. Sáum rallýkrosskeppni á Hellissandi. Það fannst mér gaman. Svo fórum við í Bjarnarhöfn á Hákarlasetrið og þar voru líka sýnd töfrabrögð í kirkjunni. Hildibrandur er snillingur. Svo grillaði ég í einhverri mestu rigninu sem ég hef lent í. Það var áhugaverð reynsla. Ég verð að fara aftur á Snæfellsnesið fljótlega til að sjá meira.

17. júní helgina komu amma, afi og Ásta Hanna til okkar eftir vikudvöl á Snæfellsnesinu. Ég fékk að rúnta um með þau á stóra sjálfskipta jeppanum þeirra. Það var áhugaverð reynsla fyrir mig sem keyri alltaf um á litlum, beinskiptum bíl. Við fórum í búðir, í kaffi í Perlunni og heimsóknir. Svo grillaði ég, í aðeins betra veðri í þetta skipti. En það varð hálfgerð sviðasteik því það kviknaði í grillolíunni. En það var ekki nema ein sneið sem þurfti að henda.

Á fimmtudagskvöldið fór ég aftur í Perluna. Í þetta sinn með trúleysingum eins og Richard Dawkins, Dan Barker og Óla Gneista. Það var gaman. Það var frábært útsýni úr Perlunni þetta kvöld og gaman að sýna útlendingum borgina og nánasta nágrenni. Snæfellsnesið sást í heild sinni og alltaf finnst mér það jafn tilkomumikil sýn.

Helgin núna hefur verið frekar róleg hjá mér. Óli er á trúleysingjaráðstefnunni (og svífur um af hamingju) svo ég hef mestmegnis verið heima í rólegheitum. Sat út á palli að lesa í sólinni í gær. Það var notalegt. Náði að klára Kleifarvatn, held svei mér þá að ég hafi verið 2 mánuði að lesa hana, gat bara ekki lagt hana frá mér! Hún var svona ágæt, hefur lesið betri Arnaldarbækur. Byrjaði svo að lesa Hulduslóð eftir Lizu Marklund. Það er svona hörmungarævisaga. Hún lofar góðu, gengur allavega hraðar með hana en Kleifarvatn.
Í gærkvöldi fór ég í bíó með Hrönn vinkonu. Fórum að sjá Just my luck. Hún var hún frekar mikil froða. Alveg hægt að brosa að henni en hún skilur ekkert eftir. Svo fór ég til Sigrúnar og Viggós en þar voru Eva, Heiða og Sigga Steina. Svo fórum við í bæinn, ég, Heiða, Sigga og Hrönn en entumst nú ekki þar nema í tæpa tvo tíma. Alltaf finnst mér djammið jafnfyndið. Við stóðum í röð heillengi til að komast inn á Hressó þar sem var pakkað af fólki og eins að vera í gufubaði. Það var röð á klósettið, endaði svo á klósetti þar sem læsingin var biluð og vantaði klósettpappír (en það reddaðist með góðri hjálp frá Heiðu og Siggu). Það er annars ógeðslega fyndið hvernig svona raðir á skemmtistaði virka. Það er endalaust verið að taka fólk fram fyrir mann af því að einhver þekkir dyravörðinn eða eiganda staðarins eða eitthvað. Eins og maður væri tekin framfyrir í röðinni í Bónus. „Hey, ég þekki Jóhannes!, fariði frá!“ Undarleg menning þarna, hefur enginn stundað markvissar mannfræðirannsóknir í miðbæ Reykjavíkur um helgar?

Mamma og pabbi eru að koma á eftir. Þau fara svo til Skotlands á þriðjudaginn. Hlakka til að sjá þau. Ég er strax komin með verkefni fyrir þau. Mamma fær að hjálpa mér við að skipta á þessum tveimur blómum mínum á eftir. Svo ætla ég að fá pabba til að gefa okkur ráðleggingar varðandi grasfræ og áburð og eitur á tréð okkar. Það er nú eins gott að nýta sér það að fá þau í heimsókn 😉 Ég er svo í fríi á morgun svo ég get fundið fleiri verkefni fyrir þau…eða stjanað við þau. Sjáum til.

Annars er það helst að frétta af mér að ég er búin að skrá mig í nám í opinberri stjórnsýslu í Háskólanum. Þetta er 15 eininga diplómanám á mastersstigi. Ég tek þetta með 100% vinnu, tímarnir eru á morgnanna milli 8 og 10 svo það ætti að ganga upp. Þetta verður örugglega áhugavert, skilst að það sé mikið af fólki með mikla stjórnunarreynslu sem eru í þessu. Ég verð því væntanlega yngst og græninginn í hópnum (eins og venjulega) ;))

Annað sem er að frétta er að ég er farin að stunda sundlaugarnar, hef farið þrisvar í viku síðustu vikur og stefni að því að halda því áfram í sumar allavega. Við höfum verið að fara fyrir vinnu og það virkar bara ágætlega, nema að það er pirrandi þegar það eru sundæfingar því þá er lítið pláss til að synda. Ætlum kannski að prófa að skipta yfir í Breiðholtslaugina. Markmiðið er að synda a.m.k. kílómeter á viku.

Hafið það gott 🙂

Narnía og Party 101

Ég fór á Narníu í gærkvöldi með stórum stelpuhóp. Mér fannst myndin mjög góð. Kom mér bara skemmtilega á óvart þar sem ég bjóst ekki við miklu. Væri alveg til í að sjá hana aftur.

Seint í gærkvöldi sá ég svo besta sjónvarpsþátt sem gerður hefur verið. Party 101. Þetta er semsagt þáttur um djammið. Gella fer í búð og kaupir föt. Gella fer í bað. Gella málar sig. Gella fer út á djammið. Gella tekur viðtöl: „Hæææ, steppur, ka segiði?! Við erum rosa hressar!“. Gella fer aftur í bað. Gella blikkar sjónvarpsáhorfendur. Gella fer í limmó. Gella fer út að borða. Gella fer á djammið. Gella tekur viðtöl: „Oh, ka þú ett smart! Já, é var í bleiku partý“. Allt mjög innihaldsríkt og skemmtilegt.
Hér eftir get ég bara sest niður í hálftíma á miðvikudagskvöldum og upplifað hversu súrt djammið er. Sparar tíma og peninga! 🙂

Garden State

Halló góða fólk!

Ég fór í bíó í gærkvöldi. Við Óli fórum að sjá Garden State (með þanna gaurnum úr Scrubs, hann heitir víst Zack Braff). Hún var æðisleg. Hún var mjög fyndin og hún skyldi líka heilmikið eftir. Maður var með svona góða tilfinningu inní sér eftir hana. Stefnum að því að kaupa hana…þá get ég horft á hana á hverjum degi og fengið svona góða tilfinningu 🙂

Ég vil óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með afmælið. Jóhanna, Rúnni Júl og Geirmundur V. þið eruð öll frábær!

Góðar stundir

Skelfileg bíóreynsla

Ég fór í bíó á sunnudagskvöldið ásamt litlu ljóskuvinkonum mínum(Hildi, Evu og Heiðu). Við fórum að sjá Texas Chainsaw Massacure. Og hef nú bara aldrei vitað annað eins…ég bara sat stjörf í sætinu mínu alla myndina og var með augun lokuð helminginn af myndinni og á köflum varð mér svo óglatt að mér fannst ég virkilega þurfa að æla. Yfirleitt hef ég mjög gaman af hryllingsmyndum og þær hafa þannig áhrif á mig að mér bregður við minnsta tilefni nokkra daga á eftir.
En þessi var bara glötuð. Of mikið ógeð með slappan söguþráð sem skyldi ekkert eftir sig.
Ég var bara ekki móttækileg fyrir þessum ofurviðbjóði þetta kvöld og ég hefði væntanlega gengið út í hléi ef ég hefði ekki verið driver(ekki gat ég farið að láta litlu ljóskurnar taka strætó;)
Mæli allavega ekki með þessu fyrir neinn…

Mótmælandi Íslands

Við fórum í bíó í kvöld á Mótmælanda Íslands, heimildarmynd um Helga Hóseasson. Frábær mynd sem náði að koma út á mér tárum og fá mig til að hugsa svo margt að ég kem því ekki niður á skjá. Skrifa kannski e-ð um þetta seinna þegar það verður komið skipulag á hugsanirnar.