Greinasafn fyrir flokkinn: Jól

Jólin í Reykjavík

Fyrir þá sem eru í jólakortahugleiðingum og eru að hugleiða að senda okkur jólakort upplýsist það að við Óli verðum heima í Reykjavík um jólin. Og svo má líka alveg senda okkur pakka og bjóða okkur í jólaboð í Reykjavík 😉

Ég minni svo á laufabrauðsgerðina á miðvikudaginn. Allir áhugasamir sem við þekkjum eru velkomnir.

Jæja, ætla að halda áfram að jólastússast. Það er ekkert langt í að það verði bara svolítið fínt hjá mér 🙂 Ekki seinna vænna því það er von á Ólanum heim á morgun 🙂

Laufabrauð

Hin árlega laufabrauðsgerð verður 19. desember þetta árið. Þetta er miðvikudagur og er mæting um fimmleytið eða bara þegar fólk kemst, við verðum að eitthvað fram eftir kvöldi. Ef einhverjir eru áhugasamir um að fletja út mega þeir mæta fyrr. Ekki hafa áhyggjur af kvöldmat því við pössum uppá að enginn verði svangur 😉

Vinir og kunningjar velkomnir. Látið mig eða Óla vita ef þið viljið vera með, í gegnum síma, msn, tölvupóst eða einfaldlega með kommenti hér á blogginu.

Jólin, jólin, jólin koma brátt… 🙂

Jájá

Getur einhver mælt með góðri snyrtistofu sem er með gott andlitsbað (sem kostar ekki formúgu)? Er að spá í að fara í svoleiðis fyrir jólin.

En ég ætla ekki í klippingu fyrir jólin, ætla frekar að gera eitthvað annað fyrir peninginn (eins og að fara í andlitsbað 😉 ). Ég ætla ekki heldur að kaupa mér jólaföt (nema að ég rekist á eitthvað ómótstæðilegt), það er ekki útilokað að ég verði bara í fermingarkjólnum 🙂

Er voða lítið farin að gera fyrir jólin, keypti samt megnið af jólagjöfunum á Írlandi og er búin að redda jólakortunum, á bara eftir að skrifa á þau. En helgin verður „helguð“ jóladunderí. Helgin þar á eftir verður helguð djammi, ætla á Megas með Helgu og Brjáni á föstudagskvöldinu og svo er virðulegt fimmtugsafmæli á laugardagskvöldinu. Og svo kemur Óli. Og svo koma jólin 🙂

En já, ef einhver mælir með andlitsbaði, látið mig vita.

Jól

Ég átti góð jól hérna í sveitinni, og þau standa svo sem enn yfir.

Ég vaknaði í grautinn á aðfangadag. Pabbi fékk möndluna í þetta skipti en litla dekurbarnið fékk að opna pakkann, í honum var hrjótandi jólasveinn. Við mamma fórum svo í jólabaðið í sundlauginni eftir hádegið. 

Aðfangadagskvöld var yndislegt eins og alltaf. Ég fékk rjúpur að borða eins og síðustu 23 ár. Mamma borðaði rjúpur í fyrsta skipti þegar hún var ólétt af mér og við höfum gert það síðan. Rjúpur eru æði, einu sinni á ári. Eftir matinn opnaði ég jólakortin mín. Ég lærði það af Óla að opna öll kortin á aðfangadagskvöld og það finnst mér skemmtilegur siður. Yndisleg stund. Takk þið sem senduð mér kort, þið eruð mér öll mikils virði. Mér finnast jólakort reyndar svo yndisleg að ég fletti þeim allavega annan hvern dag um jólin. Svo var ís og uppvask og þá var komið að stóru stundinni…að opna pakkana! Ég fékk margt fallegt og skemmtilegt í jólagjöf en ég ætla ekki að telja það allt upp hér. Takk fyrir mig.

Jóladagur var rólegur. Byrjaði náttúrlega á hangikjöti. Ég fór síðan með pabba í fjárhúsin eftir hádegið og hafði gaman að, tók heilmikið af myndum. Svo horfuðum við á teiknimyndir m.a. á Múmínálfana sem eru náttúrlega æði. Svo var jólaboð hjá ömmu, afa og Ástu Hönnu um kvöldið. Ég fékk möndluna! 🙂 og fékk að launum tvær flottar jólakönnur. Svo horfuðum við á sjónvarp, spiluðum og spjölluðum.

Við mamma fórum austur á Norðfjörð á annan í jólum. Það var jólaboð hjá afa og þar var mikið af fólki, enda fjölskyldan stór og fer stækkandi (bæði hvað varðar fjölda og mittismál ;)) Það var gaman að hitta alla. Við fórum svo í mat til Gríms og Sýbillu, tengdaforeldra Svenna, um kvöldið. Ég gisti hjá Svenna og Hrönn, var fyrsti næturgesturinn þeirra í nýja, flotta húsinu skylst mér. Áður en við fórum að sofa spiluðum við Svenni svolítið og ég vann alltaf, komst líka að því að Svenni er alveg jafnlélegur í hugarreikningi og ég 😉
Við mamma keyrðum svo heim daginn eftir.

Í dag fórum við mamma í sund og svo aðeins í heimsókn til ömmu, afa og Ástu. Dísa, vinkona mömmu og Lea, dóttir hennar komu svo í mat í kvöld.

Á morgun er gullbrúðkaup hjá ömmu og afa! Það er nú ekki svo lítið afrek hafa verið giftur í 50 ár!

Jólaskýrslu lokið í bili. Góða nótt!

Kók með okkur öllum um jólin

Hér má sjá yndislegustu jólaauglýsingu allra tíma

I’d like to buy the world a home and furnish it with love,
Grow apple trees and honey bees, and snow white turtle doves.
I’d like to teach the world to sing in perfect harmony,
I’d like to buy the world a Coke and keep it company.
I’d like to teach the world to sing in perfect harmony,
I’d like to buy the world a Coke and keep it company.
It’s the real thing, Coke is what the world wants today.

Gleðileg jól!

Jól á morgun

There magic in the air this evening
Magic in the air
The world is at her best, you know
When people love and care
The promise of excitement is one the night will keep
After all, there’s only one more sleep til Christmas

The world has got a smile today
The world has got a glow
There’s no such thing as strangers when
A stranger says hello
And everyone is family, we’re having so much fun
After all, there’s only one more sleep til Christmas

Tis the season to be jolly and joyous
With a burst of pleasure, we feel it all right
It’s the season when the saints can employ us
To spread the news about peace and to keep love alive

There’s something in the wind today
That’s good for everyone
Yes, faith is in our hearts today
We’re shining like the sun
And everyone can feel it, the feeling’s running deep
After all, there’s only one more sleep til Christmas
After all, there’s only one more sleep til Christmas day

Góða nótt :*

Frí eftir viku

Eftir viku verð ég komin í jólafrí. Ég fæ næstum því kennarafrí þetta árið. Sem verður vonandi fínt. Ég er farin að sanka að mér lesefni í vinnunni, reikna með því að lesa slatta. Svo er ég að gera mér vonir um að komast eitthvað á Norðfjörð, langar í jólaboð hjá afa og hitta alla. Svo er gullbrúðkaupið hjá ömmu og afa.

En ég er með smá hnút í maganum yfir því að koma aftur í byrjun janúar. Þá er eins gott að halda sér uppteknum við eitthvað skemmtilegt.