Greinasafn fyrir flokkinn: Matur

Epla-Jógi

Hver man eftir Jóga? Það var mysudrykkur sem var hægt að fá annars vegar með jarðarberjabragði og hins vegar með eplabragði. Epla-jógi var mitt uppáhald. Man síðast eftir að hafa drykkið svoleiðis síðla árs 1988.

Garpur var líka mysudrykkur sem var á markaðnum í kringum 1993. Hann var ágætur.

Eru engir mysudrykkur á markaðnum í dag? Hér eru nokkrar mysudrykksuppskriftir.

Kæra dagbók

Þá er best að halda áfram með dagbókina 😉

Tók þátt í yndislegri geðveiki á fimmtudaginn. Ég fór í Toys´R´Us með öllu hina geðbilaða fólkinu. Stóð meira að segja í röð úti í næðingnum. Þetta er fínasta búð og nóg til þarna. Gerði sérlega úttekt á spilahillunni hjá þeim og það var ágætis úrval, meira að segja hægt að fá bingóvél sem gæti komið sér vel suma daga ársins. En manni varð samt hálfóglatt yfir neyslubrjálæðinu, fólk með kúfaðar innkaupakerrur af leikföngum, ótrúúúlegt.
Hitti svo mömmu aðeins áður en hún fór á ASÍ-djamm. Hún fór svo heim á föstudeginum.

Ég fór á fyrsta starfsmannadjammið í nýju vinnunni á föstudaginn. Fyrst voru bjór og samlokur í vinnunni. Svo var okkur smalað uppí rútu og keyrt með okkur uppí Kjós. Þar á Stjórinn bústað sem við fengum til afnota. Þar var nóg að borða og drekka. Hápunkturinn var Tekílahafnarbolti með vafasömum reglum. Okkur var smalað aftur uppí rútu og haldið að veiðihúsinu Laxá í Leirársveit. Þar fengum við mjög góða sveppasúpu sem ég át yfir mig af. Vorum svo komin aftur í bæinn fyrir miðnættið og þá var ég alveg búin á því og dreif mig bara heim.

Á laugardagskvöldið kom Hrönn í „innflutningspartý“ til mín. Það eru ekki allir sem fá svona sérmeðferð 😉 En hún hafði aldrei komið í „nýju“ íbúðina áður. Hún var svo sæt að færa mér rós og kertastjaka í innflutningsgjöf. Takk fyrir mig.
Ég bauð henni í mat í uppáhaldskjúklingaréttinn minn og auðvitað var Bónusís með Marssósu og jarðarberjum í eftirrétt. Jummí! Spjölluðum svo frameftir nóttu.

Á sunnudaginn fór ég og spilaði við Hjördísi og Halla. Það var mjög skemmtilegt. Spiluðum Trivial og Pass the Pigs og ég vann bæði. Nananananana! 😉 Við stefnum að því að hittast oftar á næstunni og gera eitthvað sniðugt saman. Jólaföndur er líklegast næst á dagskrá.

Bústaður, vírusvörn, Ken og mútta

Ég fór í bústað með saumaklúbbnum um helgina. Fórum í Brekkuskóg. Það var ferlega gaman. Við gerðum allt sem maður á að gera í bústað; fórum í gönguferð (reyndar afskaplega stutta), gúffuðum í okkur nammi, hlustuðum á eðalmúsík (ég er rebell, tekex og kremkex) elduðum góðan mat (sem kostaði alveg 300 kall á mann), láum í heita pottinum, spiluðum og sváfum út (og sumir nánast úti).

Danni kíkti til mín á mánudagskvöldið og ég reddaði vírusvörninni á tölvunni hans (reyndar með góðri hjálp frá Írlandi) og svo átum við snakk og kók (hér á bæ eru sko allir dagar nammidagar) og spjölluðum um skjalastjórn 🙂

Í gær fór ég í fyrsta skipti á áhorfendapallana í Ráðhúsinu og sá þar Ken taka við borginni og ég er ekki frá því að ég hafi séð Glanna glæp bregða fyrir.

Í dag kom svo múttan mín til borgarinnar. Borðaði með henni í Kringlunni í hádeginu og sleppti henni lausri þar á meðan ég kláraði vinnudaginn. Fór svo með henni í fleiri búðir og enduðum á að borða í Smáralind (þetta útálandilið hangir bara í búðum þegar það kemur til borgarinnar). Óskaplega gott að fá svona fjölskyldufélagsskap.

Góða nótt!

Föstudagur

Ekki fékk ég léttvínspottinn í vinnunni en það verður dregið aftur eftir mánuð. Reyndar var aðallega rauðvín í pottinum svo hann freistaði mín ekkert óskaplega. Kannski að við Fanný stofnum okkar eigin hvítvínspott 😉

Ég fór út að borða með Foldasafnsfólki í gærkvöldi. Það var gaman. Við fórum á Caruso og fengum mjög furðulegt borð sem bauð ekki uppá mikil samskipti nema við fólkið sem sat allra næst manni. Eins og við var að búast á Caruso þurftum við að bíða töluvert eftir matnum og þegar hann loksins kom var ég eiginlega orðin södd af hvítvínsdrykkju og brauðáti. En engu að síður var mjög gaman 🙂
Leið unga fólksins lá svo niður á Gauk á Stöng þar sem Perfect Disorder var að spila. Gaman að sjá þá á sviði. Svo var Dr. Spock líka að spila. Enduðum svo á Pizza Pronto áður en við fórum heim. Mjög skemmtilegt kvöld.

Dagurinn í dag hefur svo farið í svefn og sófalegu.

Skyrdrykkur

Prófaði loksins að búa mér til skyrdrykk í blandaranum sem við erum búin að eiga í 4 ár eða svo. Hann smakkast bara ágætlega. Er samt að hugsa um að prófa að gera þetta næst með töfrasprotanum.

Skyrdrykkur
1 dós KEA vanilluskyr
Hálfur banani
Hálf pera
Slatti af blönduðum ávaxtasafa

Skrúfjárn, klaufhamar og skrúfa

Ég fór í matarboð í gær hjá Kollu Foldasafnsgellu. Helga og Magnhildur voru þar líka. Þar lærði ég hvernig á að bjarga sér ef maður hefur ekki tappatogara við höndina. Maður einfaldlega nær sér í skrúfjárn, klaufhamar og skrúfu. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Kolla birtist með þessi verkfæri. En maður semsagt bara skrúfar skúfuna ofan í tappann með skrúfjárninu og dregur tappann upp á skrúfunni með hamrinum. Þetta gekk reyndar svolítið brösuglega en Magnhildur er svo mikill nagli að hún náði tappanum úr flöskunni.

Við elduðum dýrindis kjúkling og blauta súkkulaðiköku í eftirrétt. Mjög gott og ég át auðvitað yfir mig. Spjölluðum svo fram eftir kvöldi og hlustuðum á Cure 🙂 Svolítið skondið að fyrir rúmu ári vorum við allar að vinna saman á bókasafninu en nú er bara Kolla eftir þar.

Einbúi

Þá er ég orðin einbúi. Óli fór til Írlands í gærmorgun. Þið getið lesið allt um ferðina þangað á blogginu hans. Hann fékk herbergið sitt í dag og mér skilst að hann búi með Spánverja og ElSalvadora.

Í tilefni þess að vera einbúi fór ég í Bónus í dag og keypti allt sem mig langaði í 😉 Eldaði svo dýrindis kvöldverð handa mér einni. Pestókjúkling og hrísgrjón. Stefni svo að því að eyða kvöldinu í að taka til eða horfa á sjónvarpið eða fara í bað eða lesa eða bara sittlítið af hverju. Allt eftir mínu höfði.

Pestókjúklingur fyrir einn

1 kjúklingabringa
Rautt pestó
Fetaostur
Furuhnetur
3 kirsuberjatómatar
Skerið kjúklingabringuna í 3 bita, smyrjið með rauðu pestói, stráið fetaosti og furuhnetum yfir, skerið tómata og skellið ofaná. Bakað í ofni við 180° í svona 30-40 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum (og kannski salati og brauði).

Nammi

Ég á alveg rosalega mikið nammi. Maður gæti haldið að ég væri að safna. Nú þarf ég bara að bjóða heim fólki sem er tilbúið að hjálpa mér að grynnka á birgðunum. Einhverjir sjálfboðaliðar 😉

Áramótaheitið mitt gæti orðið að borða matinn sem ég kaupi…

Sbarro – ekkert spes

Borðaði á Sbarro í Kringlunni í gærkvöldi. Fékk mér Spaghetti Bolognese. Það var ekkert spes og svo er staðurinn í dýrari kantinum miðað við svona skyndibita. Spurning hvort maður gefur þessum stað annan sjens. Held ég fari frekar á Subway eða Serrano þegar ég borða næst í Kringlunni.