Greinasafn fyrir flokkinn: Persónulegt

Viltu vera memm?

I think I’m going back
To the things I learnt so well in my youth.
I think I’m returning to
Those days when I was young enough to know the truth.

Now there are no games,
To only pass the time.
No more colouring books,
No Christmas bells to chime.
But thinking young and growing older is no sin.
And I can’t play the game of life to win.

I can recall a time,
When I wasn’t ashamed to reach out to a friend.
And now I think I’ve got
A lot more than just my toys to lend.

Now there’s more to do
Than watch my sailboat glide.
And every day can be
My magic carpet ride.
And I can play hide and seek with my fears,
And live my days instead of counting my years.

Then everyone debates the true reality,
I’d rather see the world, the way it used to be.
A little bit of freedom’s all we lack,
So catch me if you can, I’m going back.

Ammæli

Ég hélt uppá afmælið mitt í kvöld. Bauð nokkrum vel völdum kvensum. Það var gaman að hitta þær allar. Við spiluðum Actionary sem endaði með því að Helga Jóna, Ingibjörg og Lukka unnu með yfirburðum. Ferlega ótillitssamt af þeim að leyfa ekki afmælisbarninu að vinna 😉

En ég sé fram á kaffiboð í næsta afmæli. Þær voru ferlega slappar í drykkjunni. Sumar höfðu reyndar nokkuð skotheldar afsakanir eins og að vera óléttar eða þurfa að vakna í vinnu eða með börnunum sínum á morgun. Hinar eru held ég bara orðnar gamlar 😉

Ég var allavega sú drukknasta í mínu eigin afmæli (sem var ekki erfitt) og er enn að reyna að ná mér niður eða bara að njóta áhrifanna.

Ég fékk frábærar afmælisgjafir. Þær hittu allar í mark. Fékk túlípana (ég elska að fá blóm!) og páskaegg frá Heiðu og Evu. Fékk Bonzai tré frá Sigrúnu (sé fram á regluleg símtöl við Svenna bró á næstunni 😉 ). Fékk nudd frá þjóðfræðigellunum Helgu, Ingibjörgu, Lukku og Jóhönnu. Hef aldrei farið í nudd og hlakka því mikið til að prófa. Fékk Framandi og freistandi og edik og olíur frá Helgu og Kollu. Þær hittu akkúrat á matreiðslubók sem ég á ekki, sem er vel af sér vikið og edikið og olíurnar eiga eftir að koma sér vel við tilraunaeldamennsku. Svo fékk ég sjóngler og tösku undir stjörnusjónaukann frá Saumógellunum Rósu, Ástu, Ingunni, Björgu, Írisi og Lindu. Sem er snilld. Sævar fær sérstakar stuðkveðjur 😉

Svo heyrði ég í Ósk í lok kvöldsins þar sem við ræddum sameiginlega þráhyggju okkar.*

Kannski að maður fari að sofa eða að dansa nakin í stofunni.

 Góða nótt!

*Spilerí

Ég átti afmæli í gær

Ég átti góðan afmælisdag í gær. Eyddi honum að mestu í afslöppun. Svo fórum við Óli út að borða á Síam sem er tælenskur staður í Hafnarfirði. Fékk fínustu hrísgrjón með kjúklingi og grænmeti. Kíktum svo til Rósu og Jónbjörns og hittum Davíð þar.

Ég fékk ýmislegt í afmælisgjöf. Fékk nýjan gemsa með myndavél frá Óla 🙂 Svo fékk ég eitthvað að borða, eitthvað að lesa, eitthvað til að setja í hárið, eitthvað til að hlýja mér á, eitthvað til að eyða í vitleysu og eitthvað til að horfa á. Síðast en ekki síst fékk ég hárblásara! Ég barðist hatrammlega gegn því að fá hárblásara í fermingargjöf, tók það meira að segja stundum sérstaklega fram ef ég var spurð hvað mig langaði í. Mig langaði auðvitað bara mest í peninga og var ófeimin við að segja það. En þegar maður er í saumaklúbb með tveimur hárgellum þá fer mann hægt og rólega að langa í hárblásara 😉 Og nú er bara að gera tilraunir og sjá hvort ég er hárblásaratýpa eftir allt saman…eða ekki 😉

Takk allir fyrir afmæliskveðjurnar. Þið eruð æði 🙂

Ég á afmæli í dag

Ég er 25 ára og er ljómandi ánægð með það.

Mitt mottó á afmælisdögum er að það er betra að verða það en ekki. Semsagt þakklæti fyrir að fá að eldast. En svo er stundum annað mál hvort maður er sáttur við stöðu sína í lífinu miðað við aldur. Í dag er ég afskaplega sátt og jafnvel bara afskaplega ánægð með stöðu mína í lífinu. Ég er enn að reyna að komast upp that great big hill of hope en það er allt í áttina 🙂

Var að uppfæra Hver er ég 🙂

2007 var árið sem…

…ég varð föðursystir
…ég fékk gleraugu
…ég gekk til liðs við Háskólalistann (með engum árangri 😉 )
…ég fór á Landsfund VG
…ég keyrði í fyrsta skipti ein og sjálf frá Reykjavík til Vopnafjarðar, tvisvar
…ég uppgötvaði hljómsveitina Cure
…ég eignaðist marga góða vini
…ég kind of glataði gömlum vinum, eða þeir mér
…ég fór í fyrsta skipti til útlanda með mömmu og Svenna bróður (og Hrönn og Frey, það er bara ekki jafn merkilegt 😉 )
…ég fór í mína lengstu utanlandsferð til þessa, 12 dagar í Danmörku
…ég fór uppí turninn á Vor Frelsers Kirke í Köben (hafði reynt það áður 3 árum fyrr en gefist uppá miðri leið)
…ég fór á bekkjarmót (10 ára fermingarafmæli)
…ég keyrði yfir Hellisheiði eystri í fyrsta sinn sjálf, tvisvar (í annað skiptið var hávaðarok, hitt svartaþoka)
…ég keyrði hringinn í kringum Ísland
…ég skipti um vinnu og varð skjalastjóri
…ég prófaði að búa ein í fyrsta skipti á ævinni
…ég fór til Írlands
…ég ferðaðist í fyrsta skipti ein til útlanda
…ég hélt jól á eigin spýtur (með Óla að sjálfsögðu) í fyrsta sinn
…ég eldaði rjúpur í fyrsta sinn
…ég gerði ýmislegt fleira sem ég er að gleyma

 Hey, já! Gleðilegt ár og takk fyrir öll þau gömlu 🙂

Haha

Ég vil að allir sem telja sig ekki eiga samleið með Þjóðkirkjunni skrái sig úr henni, en þar sem nú er kominn 1. desember, liggur ykkur ekki svo á. En gerið það samt næsta árið.

Já, ég er trúleysingi. A T H E I S T!

Og á morgun leik ég engil…

Mér finnst Dr. Gunni æði. Fyrir 100 árum var ég ekki til. Og ég og þú verðum frekar gleymd og grafin eftir 100 ár. Finnst þetta frábær pæling. Dr. Gunni segir allt sem segja þarf.

En ég er sátt við þau ár sem mér eru gefin, ég vona að ég fái fleiri. Á næsta ári verð ég 25 ára og þá verður nú gaman að lifa. [Eygló dansar um stofuna og fangar því að vera 24 og 3/4 ára]

Ég væri nefnilega þakklát fyrir að fá helmingi meira tíma en ég hef nú þegar fengið og ef það sem búið er væri nú bara 1/4 væri ég hoppandi kát. En það er þessi óvissa sem er svo spennandi. Þessar endalausu tilviljanir sem gera það að verkum að ég er til. Þessar endalausu tilviljanir sem gera það að verkum að ég er eins og ég er 🙂

Ég hef gert margt skemmtilegt síðan ég bloggaði síðast.  Hef hitt marga og gert margt skemmtilegt. Það er sko ekki dauður punktur í lífi mínu, tölvan sér til þess 😉 En án gríns þá er margt í gangi.

Ég hlakka þó mest til þess að fá Ólann heim og búa til laufabrauð með honum (og öllum hinum sem ætla að koma). Ég meika það samt alveg að vera ein, grasekkjuhlutverkið hentar mér ágætlega, svona tímabundið.
Tíminn líður hratt en hann er samt styttri en leiðin til stjarnanna (sumra allavega). Alheimurinn er stórkostlegur.

Jólin, jólin, jólin koma brátt. Jólaskapið kemur smátt og smátt 🙂

Desember er kominn. Juppí

Grasekkjan

Ef ég byggi ein myndi ég…

…hanga meira á netinu
…horfa minna á sjónvarpið
…borða meira nammi (jafnvel í öll mál)
…elda minna
…hlusta meira á tónlist
…þrífa minna
…hitta vini mína svipað mikið
…oftar láta mig hafa það að fara eitthvað ein
…drekka meira kók
…lesa jafnlítið
…eiga alveg jafn erfitt með að vakna á morgnanna
…eiga alveg jafn erfitt með að koma mér í rúmið á kvöldin
…og svo videre

Niðurstaðan eftir að hafa verið grasekkja í 25 daga er helst sú að ég borða meira nammi, drekk meira kók, hangi meira á netinu og hlusta meira á tónlist þegar ég er ein. Mér finnst ekkert af þessu eftirsóknarvert til lengri tíma nema tónlistin.
Það er sennilega hverjum manni hollt að búa einn í smá tíma. Ég er búin að læra heilmargt um sjálfa mig á þessum stutta tíma. Það er nefnilega stundum svo auðvelt að kenna öðrum um hvernig maður sjálfur er.

Einbúi

Þá er ég orðin einbúi. Óli fór til Írlands í gærmorgun. Þið getið lesið allt um ferðina þangað á blogginu hans. Hann fékk herbergið sitt í dag og mér skilst að hann búi með Spánverja og ElSalvadora.

Í tilefni þess að vera einbúi fór ég í Bónus í dag og keypti allt sem mig langaði í 😉 Eldaði svo dýrindis kvöldverð handa mér einni. Pestókjúkling og hrísgrjón. Stefni svo að því að eyða kvöldinu í að taka til eða horfa á sjónvarpið eða fara í bað eða lesa eða bara sittlítið af hverju. Allt eftir mínu höfði.

Pestókjúklingur fyrir einn

1 kjúklingabringa
Rautt pestó
Fetaostur
Furuhnetur
3 kirsuberjatómatar
Skerið kjúklingabringuna í 3 bita, smyrjið með rauðu pestói, stráið fetaosti og furuhnetum yfir, skerið tómata og skellið ofaná. Bakað í ofni við 180° í svona 30-40 mínútur. Berið fram með hrísgrjónum (og kannski salati og brauði).

Ný vinna

Ég er komin með nýja vinnu 🙂 Reyndar er mánuður síðan ég vissi að ég hefði fengið vinnuna en maður er nú ekkert að skúbba svona löguðu á blogginu 😉

Ég er enn í gömlu vinnunni og verð þar næstu tvær vikurnar. Svo nú fer hver að verða síðastur að líta til mín á bókasafnið. Ég byrja svo í nýju vinnunni í september. Líst rosa vel á starfið og bíð spennt eftir að byrja. Ég er að fara að vinna í skjalabransanum og vinnustaðurinn minn er niðri við Tjörn. Sé það í rósrauðum bjarma að geta tekið rölt í kringum Tjörnina í hádeginu og skroppið á kaffihús eða rölt Laugaveginn eftir vinnu. Sjáum til hvað ég verð dugleg að nýta mér „miðbæinn“ (en eins og allir vita þá er Breiðholtið hinn raunverulegi miðbær).

Kannski blogga ég meira bráðum, kannski ekki 😉

Hitt og þetta

Ég hef ekki nagað neglurnar í hátt í fjóra mánuði núna, ég held að það sé met. Það er gott að vera með snyrtilegar neglur. „Vanskapaða“ nöglin mín lítur meira að segja bara nokkuð vel út. Ég hlýt að hafa byrjað að naga hana í móðurkviði og þess vegna sé hún svona. Þegar ég fell í nagbindindi þá verður hún líka alltaf fyrsta fórnarlambið. Greyið litla. Ég fór í handsnyrtingu um daginn til að verðlauna mig fyrir dugnaðinn. Það var ágætt, samt kannski ekki alveg peninganna virði, bara betra að gera þetta í rólegheitum heima nema maður vaði í peningum.

Ég gerði skattaskýrsluna í gær. Það tók ca. hálftíma. Einfaldara núna en í fyrra þegar við vorum með íbúðakaup á skýrslunni. Þetta er afskaplega einfalt núna þegar búið er að færa flestar tölur inn fyrirfram og það sem uppá vantar er að mestu leyti hægt að flytja úr heimabankanum. Stundum einfalda tölvur lífið. Og, já það stefnir í gott partý 1. ágúst 🙂

Ég hitti Flóka Nilla- og Sibbuson í fyrsta skipti á föstudaginn. Hann er voða sætur. Hann sýndi okkur bæði sínar verstu og bestu hliðar. Hann var ekkert of glaður með að ég væri að halda á honum (enda kannski ekki með vönustu hendur í heimi þegar kemur að ungabörnum, en það lagast vonandi einn daginn ;)) en svo var hann voða kátur með að fá að sitja sjálfur og spjalla við mömmu sína. Flóki er einum degi yngri en Freyr frændi. Eftir heimsókina til Flóka er ég farin að hlakka enn meir til að hitta Frey um næstu helgi, því hann hefur örugglega breyst heilan helling síðan ég sá hann síðast.

Ég skúraði í dag. Það gerist sjaldan en er afskaplega vandað þegar það gerist. Klappið fyrir mér.

Við Óli erum búin að vera saman í 2 mánuði og ætlum að halda því áfram.