Greinasafn fyrir flokkinn: Sjónvarp

Bangsi bestaskinn

Hver man ekki eftir Bangsa bestaskinn? Fór á youtube áðan og horfði á upphafslagið. Ég held svei mér þá að þetta séu uppáhaldsþættirnir mínir frá því að ég var lítil. Ég fékk allavega gæsahúð og tár í augun af því að sjá þessa gömlu félaga aftur.

Hvenær verða þeir gefnir út á DVD með íslensku tali?

Sjónvarpsgláp

Horfðum loksins á The devil wears Prada í gærkvöldi. Fékk hana í afmælisgjöf frá Halla Snæ í fyrra. Hún var skemmtileg en voðalega hef ég litla þolinmæði gagnvart tískuheiminum. Finnst það svo óendanlega heimskulegt að það sé billjónabissness í kringum föt og snyrtivörur. Og allra verst hvað venjulegt fólk eyðir miklum tíma og peningum í þetta. En það eru víst misjöfn áhugamálin hjá fólki 😉

Við eigum líka eftir að klára að horfa á My so-called life sem ég fékk í afmælisgjöf frá Óla, erum búin að horfa á 12 þætti, 7 eftir. Eins gott fyrir Óla að standa við sinn hluta samningsins (spurning um að setja tímamörk á næsta samning). Cosmos er líka í vinnslu, fékk þá þætti líka í afmælisgjöf frá Óla í fyrra. Markmiðið er að klára þetta fyrir afmælið mitt núna.

En við kláruðum Friends maraþonið um daginn. Ég fór næstum að gráta í síðasta þættinum. Ohh, hvað ég sakna þeirra.

Ísland í dag

Hér er ég!

Hvenær skyldi ég verða stabíll bloggari? Eitthvað til að stefna að?

Mig langar bara að koma því á framfæri að það er algjör snilld að hafa Ísland í dag strax á eftir fréttum og hafa íþróttir og veður síðast. Verður örugglega til þess að maður horfir oftar. Mér finnst líka að Svanhildur og Inga Lind ættu oftar að fá hláturskast í beinni, það lífgar uppá daginn 🙂 Þumallinn upp fyrir Svanhildi Hólm, ritstjóra Íslandídag.

Godfather, saumó, reyklaus, geymslan og afmæli

Ég hafði það af að horfa á Godfather part II í kvöld. Ég er hægt og bítandi að sigrast á Godfather-fordómum mínum. Þetta eru ágætismyndir. Svo verður lagt í Godfather part III einhverntíma bráðlega, Óli verður að fá að vita hvernig My so-called life endar 😉

Svenni bróðir kíkti á okkur frá miðvikudegi til föstudags. Sáum reyndar ekki mikið af honum, hann er svo duglegur að vinna drengurinn 🙂 En nú fer að styttast í Danmerkurferð. Það verður ljúft.

Það var saumaklúbbur á fimmtudagskvöldið. Þar er búið að innleiða nýja reglu, að segja frá „highs and lows“ frá síðasta hittingi. Ég held að highs-ið mitt hafi verið Uriah Heep tónleikarnir um daginn ásamt því að fara í sveitina mína. En lows-ið er svo low að ég held ég tjái mig ekki um það hér (og gerði það ekki heldur þar, kannski seinna stelpur). Er annars farin að hlakka til að djamma með saumaklúbbnum og fleiru góðu fólki í brúðkaupi ársins 🙂

Við fórum út að borða með Vantrúarliðum á föstudagskvöldið og svo á pöbbarölt. Mikið var gott að vera laus við reykinn. Verður gott að geta farið út að skemmta sér án þess að verða útúrreykt. Það voru heilmiklar umræður og komu fram margar hugmyndir eins og venjulega á svona hittingum. Svo er stefnt að árshátíð á Akureyri í haust, það verður stuð.

Í gær unnum við Óli stórvirki. Við tókum til í geymslunni! Fylltum átta stóra ruslapoka og meira til. Mikið var gott að klára þetta verk af. Nú er geymslan ofursnyrtileg og maður missir ekki geðheilsuna við það eitt að koma þar inn. Fórum svo þrjár ferðir í Sorpu í dag. Næst á dagskrá er að taka til í íbúðinni og setja dót niðrí geymslu 😉

Í gærkvöldi hélt Hjördís uppá afmælið sitt. Hún bauð uppá rosa góða smárétti og freyðivín. Það var gaman að hitta „bókasafnsfræðinördana“, verst að Danna vantaði. Við gáfum Hjördísi myndavél og núna verður hún vonandi dugleg að dæla inn myndum á síðuna sína.

Sæl að sinni. Góða nótt :o*

Heep, Purple, Lónið, Godfather, My so-called life og Elliðaárdalur

Ég er komin aftur til borgarinnar. Flugið hingað gekk merkilega vel, bara allt samkvæmt áætlun. Gunnsteinn afi, Ásta Hanna og mamma skutluðu mér í Egilsstaði og svo komu Reynir afi og Óla frá Norðfirði og borðuðu með okkur.
Óli og sólin tóku svo á móti mér á Reykjavíkurflugvelli, en þau hafði ég ekki séð í 10 daga (reyndar smá ýkjur, sólin gægðist fram alveg tvisvar meðan ég var á Vopnafirði).

Við Óli fórum svo á tónleikana með Uriah Heep og Deep Purple.  Ég var búin að hlakka mikið til að sjá Uriah Heep á tónleikum og þeir stóðu sko alveg undir því. Þvílík snilld að sjá þá og heyra. Við vorum framarlega beint fyrir framan Mick Box og það var bara frábært. Mikil gæsahúð fylgdi July Morning og mikið stuð að fá Easy Livin í uppklappinu. Verst að þeir skyldu bara spila í klukkutíma. Ég hafði ekki miklar væntingar til Deep Purple en þeir stóðu eiginlega ekki undir þeim. En jújú, það var alveg gaman að heyra í þeim.

Á mánudaginn fórum við í Bláa lónið. Ég vann 2 miða í það á Þjóðbrókarþorrablótinu í febrúar. Merkilegt að ég hef unnið í öllum spurningakeppnum á vegum Þjóðbrókar sem ég hef tekið þátt í. Jólakvissin í fyrra og hittifyrra og svo þetta. Veit ekki hvort það segir meira um mig eða þjóðfræðinema almennt 😉 En Lónið var fínt. Ágætt að skreppa þangað annað slagið. Gott að maka á sig drullu og slappa af 🙂

Þegar ég kom aftur úr sveitinni til borgarinnar beið mín afmælisgjöf nr. 2 frá Óla. My so-called life á DVD!!! Ég elskaði þessa þætti og geri enn!
Við Óli gerðum svo með okkur samning. Mánudagskvöldið fór því í að horfa á fyrstu Godfather-myndina. Stórlega ofmetin (ég meina hún er í fyrsta sæti á top 250 listanum á imdb.com!) en engu að síður ágæt. Svo horfðum við á fyrsta þáttinn af My so-called life. Þeir hafa elst merkilega vel, 90’s er æði. Nú er bara að finna tíma til að horfa á næstu Godfather mynd.

Það var indælt veður í dag. Við Óli röltum niðrí Elliðaárdal eftir vinnu hjá mér í kvöld. Það var yndislegt. Við ættum að gera það oftar.

Hjördís og Helga áttu afmæli í gær (28. maí). Mér finnst fyndið að þær eru fæddar nákvæmlega sama dag og þær hafa báðar lært bókasafns- og upplýsingafræði. En þær eru samt mjög ólíkar. Til hamingju báðar tvær 🙂

Góða nótt, elskurnar mínar.

Skaupið

Skaupið var gott. Það er eins gott að segja það bara af því annars er maður að viðurkenna að maður sé bæði vitlaus og húmorslaus 😉 Ég er reyndar svo vitlaus að ég hló mest að Ólífur Ragnar Grímsson 🙂 I went to a paperschool in Hollywood var líka fyndið. Fannst gott hjá þeim að senda Álgerði á lónsbotn með birgðir af dósakóki. En sennilega hafa þeir sem ekki þekkja til sjónvarpsstöðvarinnar Sirkus misst af 1/3 af bröndurunum.

Gleðilegt ár!

Kók með okkur öllum um jólin

Hér má sjá yndislegustu jólaauglýsingu allra tíma

I’d like to buy the world a home and furnish it with love,
Grow apple trees and honey bees, and snow white turtle doves.
I’d like to teach the world to sing in perfect harmony,
I’d like to buy the world a Coke and keep it company.
I’d like to teach the world to sing in perfect harmony,
I’d like to buy the world a Coke and keep it company.
It’s the real thing, Coke is what the world wants today.

Gleðileg jól!

Spaug í sjónvarpi

Mér finnst það frekar magnað hjá Skjá einum að sýna tvo íslenska leikna gamanþætti í kvöld. Fyrst var Venni Páer og svo Sigtið. Ég horfði á báða þættina. Mér fannst Venni Páer ekkert spes. Fannst reyndar mjög fyndið hvað hann var alltaf að agitera fyrir Fjör og frískir vöðvar sem er eldgömul líkamsræktarbók. Stilli henni út á safninu á morgun. Sigtið var betra, en þetta var lokaþáttur. Veit samt ekki hvort sú hugmynd getur gengið í fleiri seríum. En þó deila megi um gæðin, þá má Skjár einn vera stoltur af því að sýna þessa þætti.
RÚV ætti náttúrulega að skammast sín, sýnandi Spaugstofuna 17 árið í röð eða eitthvað álíka…