Greinasafn fyrir flokkinn: Tónlist

Týr á Íslandi

Týsararnir eru komnir til landsins. Þeir spila á fjórum tónleikum um helgina, á Paddy’s í Keflavík á morgun, fimmtudag; Græna Hattinum Akureyri á föstudaginn, Nasa á laugardaginn og Hellinum á sunnudaginn.

Týr verður í Smekkleysu plötubúð,  Laugavegi 35,  kl 17:00 í dag og ætlar að árita diska og einnig plaköt sem hljómsveitin mun gefa.  Takmarkað magn plakata er til.  Fyrstir koma fyrstir fá.

 Miðasala á tónleika Týr er í Smekkleysu plötubúð, Paddys og Hljómval Keflavík og í Pennanum Akureyri.

Haddaway á leið til landsins!!!…og Týr

OMG, Haddaway er á leið til landsins. Verður á Nasa 3. október. Verst að það eru allar líkur á að ég komist ekki 🙁 Haddaway hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég fór á fyrsta diskótekið í 5. bekk eða eitthvað. Ohh, hvað það er svekkjandi að missa af þessu. Ég treysti á ykkur hin að mæta 😉

En Týr er líka að koma til landsins svo ég er sátt 🙂 Þeir verða á Nasa 4. október. Mikið hlakka ég til. Ég treysti líka á ykkur að mæta þar 🙂

Týr og sandkornin í vindinum

Hvernig væri lífið án tónlistar? Tónlist er klárlega á topp10 listanum mínum yfir það sem gefur lífinu gildi. Mér finnst ekkert leiðinlegt að sitja í strætó í klukkutíma á dag, svo lengi sem ég hef nóg af tónlist.

Ég var að bæta inn nýjum lögum á Mp3ið í gær, þar á meðal laginu Sand in the wind með Tý. Sem minnir mig á að það er hrikalega langt síðan ég hef farið á tónleika með þeim. Ekki síðan í júní 2004! Í millitíðinni hefur Óli tvisvar farið til útlanda til að heyra þá spila og hvaða rugl var það að ég skyldi ekki fara með? Er hætt að vera skynsöm héðan í frá. Týr er í München í kvöld. Hvenær koma þeir í pönnukökur og laufabrauð til mín næst?

Sand in the wind

Seen through our eyes might well be lies
What access do we have to the world we are living in
Is this a dream that we live, it’s hard to believe
What proof can there be of life, I just think that

it’s strange how we all walk around, on visitors feet upon our ground
and make believe that this is all, as we know all is, as we know what all is
And strange how how we can’t understand,
compared, earth is only a grain of sand,
when faced with this, I can’t deny that ignorance is bliss
When all things flow eternally, and no man is ever there to see
the great eternal unperceived, what is existence
Are these things real that we have been
like grains of sand blow in the wind, so is our existence

Kill the fire, cut the wire, deny desire, be a liar, watch me then
Feed the fire, pull the wire, then take it higher than lie, don’t waste breath in it
While we think redemption will save us from temptation
We can’t escape religion whatever it’s origin, is there no
way out of the madness, it’s only brought us sandness
consider it an illness in life, why did it never seem

strange how we all walk around, on visitors feet upon our ground
and make believe that this is all, as we know all is, as we know what all is
and strange how how we can’t understand,
compared, earth is only a grain of sand,
when faced with this, I can’t deny that ignorance is bliss
When all things flow eternally, and no man is ever there to see
the great eternal unperceived, what is existence
Are these things real that we have been
like grains of sand blow in the wind, so is our existence

Átján rauðar rósir…eða sjö bleikar…eða Sigur Rósir

Grasekkjur verða sjálfar að sjá sér fyrir rómantík. Þess vegna fór ég og keypti mér sjö ilmandi bleikar rósir áðan. Þær lífga uppá tilveruna og já þær ilma.

Myrkur er uppáhaldsSigurRósarlagið mitt, eins og er allavega.

Mér finnst Hún Jörð líka skemmtilegt.

Móðir vor sem ert á jörðu,
Heilagt veri nafn þitt.
Komi ríki þitt,
Og veri vilji þinn framkvæmdur í oss,
Eins og hann er í þér.
Eins og þú.
Sendir hvern dag þína engla
Sendu þá einnig til oss.
Fyrirgefið oss vorar syndir,
Eins og vér bætum fyrir
Allar vorar syndir gagn- vart þér.
Og leið oss eigi til sjúkleika,
Heldur fær oss frá öllu illu,
því þín er jörðin
Líkaminn og heilsan.
Amen

Mig vantar bíófélaga á Heima um helgina. Bíður sig einhver fram?

Trommur, bassi, gítar

Mig langar að læra á hljóðfæri. Mig langar að vita hvernig tónlist virkar. Langar að vera með í skapa það undur sem tónlist er. Trommur eru draumahljóðfærið. Held það sé skemmtilegt að spila á trommur. En mér finnst það ekki nógu praktískt (Eygló, hvernig væri að gera nú einhverntíma eitthvað sem er ekki praktískt?). Mig langar líka að læra á bassa, finnst það flott hljóðfæri. En praktískast væri líklega að læra á gítar. Auðvelt að eignast, auðvelt að æfa sig og ég verð ómissandi í öllum partýum. Eða hvað?

Nú er komið að því að rukka pabba um gítarinn sem ég á inni hjá honum síðan ég fermdist. Er einhver þarna úti sem veit hvernig á að velja góðan gítar? Og veit einhver um góðan gítarkennara? Eða er einhver leið að kenna sér sjálfum upp úr bók? Eða á ég kannski bara að læra á trommur?

Óskalög sjómanna

Fiskifréttir eru keyptar inn í Foldasafn. Í morgun kom nýja blaðið í mínar hendur og ég rak augun í fyrirsögn á forsíðunni…Óskalög sjómanna. „Hmmm, best að skoða þetta. Örugglega eitthvað sem Rósa gæti haft áhuga á.“ En þetta var þá heillöng grein eftir Rósu sjálfa, byggð á BA-ritgerðinni hennar! Ég eyddi hádegishléinu mínu í lestur. Það var vel þess virði. Mjög fróðleg grein og margar skemmtilegar pælingar.
Það er ekki svo lítið að afrek að fá birta eftir sig grein, áður en maður útskrifast 🙂 Til hamingju, Rósa.

Finnst viðeigandi í ljósi nýjustu frétta af þorskstofninum að láta þennan texta eftir Bubba og Tolla fylgja með. Hann á fyllilega við í dag.

Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn
ryðgað liggur bárujárn við veginn
Máfurinn, múkkinn og vargurinn
hvergi finna innyflin

Meðan þung vaka fjöll yfir hafi
í þögn stendur verksmiðjan ein
svo langt frá hafi,
ekkert okkar snýr aftur heim.

Því allir fóru suður í haust
í kjölfar hins drottnandi herra
Bátar fúna rotna við naust
það nam vart með öðru en að hnerra

Dauðadóm sinn hvað hann upp og glotti
þorpsbúa hann hafði að háði og spotti,
síldin farin, fer ég líka
suður á bankana vald

Að heiman og heim

Jæja, ég fer aftur heim til Reykjavíkur á morgun. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Fannst 10 dagar svo rosa mikið en svo eru þeir allt í einu liðnir. Náði að gera ýmislegt; hjálpa til í fjárhúsunum, heimsækja ömmu, afa og Ástu Hönnu nokkrum sinnum, fara í sund, skoða gamlar myndir og eyða heilmiklum tíma með pabba og mömmu. En ég náði ekki að setja niður kartöflur og ekki að fara í neinn almennilegan göngutúr.  Göngutúrinn bíður betri tíma og kartöflurnar komast vonandi ofan í jörðina án minnar hjálpar þetta vorið.

En þó ég eigi eftir að sakna sveitarinnar þá er heilmargt skemmtilegt sem bíður mín. Ber þar fyrst að nefna tónleika „í kvöld“ með Uriah Heep og Deep Purple. Ó, hvað ég hlakka til 🙂 Svo verður ósköp gott að knúsa Ólann sinn 🙂