Greinasafn fyrir flokkinn: Vinir

Blogg

Hæhó!

Hér hefur ekkert verið bloggað alltof lengi. Það er eins með það eins og svo margt annað sem situr á hakanum. Ég skil ekki hvert tíminn fer alltaf. Sennilega er ég bara orðin gömul. Merki um elli mína er að ég vaknaði OG fór á fætur milli 8 og 9 báða dagana um helgina án þess að nokkuð sérstakt væri um að vera. Held það hafi varla gerst síðan ég var fimm ára.

Svenni bróðir varð 30 ára 30. mars. Við gáfum honum Baywatch, the complete first season 🙂 Ég er búin að vera flissandi yfir þessari gjöf frá því mér datt þetta í hug. Vona að Svenni hafi haft jafn mikinn húmor fyrir þessu og ég. Það var semsagt heilög stund á laugardagskvöldum þegar Strandverðir voru, svo heilög að maður fór jafnvel með matinn inn í stofu. Ég geri því ráð fyrir að það verði Baywatch maraþon á Þiljuvöllunum næstu vikurnar 😉

Í gær fórum við Helga að heimsækja Magnhildi og fjölskyldu. Þau eignuðust son fyrir mánuði síðan svo við fórum að skoða hann. Hann var auðvitað algjört krútt og sýndi okkur sínar bestu hliðar. Hittum líka Svan Snæ, þriggja ára stóra bróður :)Helga var líka með sín börn, Björt, þriggja ára og Úlf, eins árs, svo það var mikið fjör. Ótrúlega margir í kringum okkur núna sem eru með lítil börn eða börn á leiðinni. Annað ellimerki 😉

Best að fara að sofa í hausinn á sér.

Góða nótt

Ammæli

Ég hélt uppá afmælið mitt í kvöld. Bauð nokkrum vel völdum kvensum. Það var gaman að hitta þær allar. Við spiluðum Actionary sem endaði með því að Helga Jóna, Ingibjörg og Lukka unnu með yfirburðum. Ferlega ótillitssamt af þeim að leyfa ekki afmælisbarninu að vinna 😉

En ég sé fram á kaffiboð í næsta afmæli. Þær voru ferlega slappar í drykkjunni. Sumar höfðu reyndar nokkuð skotheldar afsakanir eins og að vera óléttar eða þurfa að vakna í vinnu eða með börnunum sínum á morgun. Hinar eru held ég bara orðnar gamlar 😉

Ég var allavega sú drukknasta í mínu eigin afmæli (sem var ekki erfitt) og er enn að reyna að ná mér niður eða bara að njóta áhrifanna.

Ég fékk frábærar afmælisgjafir. Þær hittu allar í mark. Fékk túlípana (ég elska að fá blóm!) og páskaegg frá Heiðu og Evu. Fékk Bonzai tré frá Sigrúnu (sé fram á regluleg símtöl við Svenna bró á næstunni 😉 ). Fékk nudd frá þjóðfræðigellunum Helgu, Ingibjörgu, Lukku og Jóhönnu. Hef aldrei farið í nudd og hlakka því mikið til að prófa. Fékk Framandi og freistandi og edik og olíur frá Helgu og Kollu. Þær hittu akkúrat á matreiðslubók sem ég á ekki, sem er vel af sér vikið og edikið og olíurnar eiga eftir að koma sér vel við tilraunaeldamennsku. Svo fékk ég sjóngler og tösku undir stjörnusjónaukann frá Saumógellunum Rósu, Ástu, Ingunni, Björgu, Írisi og Lindu. Sem er snilld. Sævar fær sérstakar stuðkveðjur 😉

Svo heyrði ég í Ósk í lok kvöldsins þar sem við ræddum sameiginlega þráhyggju okkar.*

Kannski að maður fari að sofa eða að dansa nakin í stofunni.

 Góða nótt!

*Spilerí

Kæra dagbók

Þá er best að halda áfram með dagbókina 😉

Tók þátt í yndislegri geðveiki á fimmtudaginn. Ég fór í Toys´R´Us með öllu hina geðbilaða fólkinu. Stóð meira að segja í röð úti í næðingnum. Þetta er fínasta búð og nóg til þarna. Gerði sérlega úttekt á spilahillunni hjá þeim og það var ágætis úrval, meira að segja hægt að fá bingóvél sem gæti komið sér vel suma daga ársins. En manni varð samt hálfóglatt yfir neyslubrjálæðinu, fólk með kúfaðar innkaupakerrur af leikföngum, ótrúúúlegt.
Hitti svo mömmu aðeins áður en hún fór á ASÍ-djamm. Hún fór svo heim á föstudeginum.

Ég fór á fyrsta starfsmannadjammið í nýju vinnunni á föstudaginn. Fyrst voru bjór og samlokur í vinnunni. Svo var okkur smalað uppí rútu og keyrt með okkur uppí Kjós. Þar á Stjórinn bústað sem við fengum til afnota. Þar var nóg að borða og drekka. Hápunkturinn var Tekílahafnarbolti með vafasömum reglum. Okkur var smalað aftur uppí rútu og haldið að veiðihúsinu Laxá í Leirársveit. Þar fengum við mjög góða sveppasúpu sem ég át yfir mig af. Vorum svo komin aftur í bæinn fyrir miðnættið og þá var ég alveg búin á því og dreif mig bara heim.

Á laugardagskvöldið kom Hrönn í „innflutningspartý“ til mín. Það eru ekki allir sem fá svona sérmeðferð 😉 En hún hafði aldrei komið í „nýju“ íbúðina áður. Hún var svo sæt að færa mér rós og kertastjaka í innflutningsgjöf. Takk fyrir mig.
Ég bauð henni í mat í uppáhaldskjúklingaréttinn minn og auðvitað var Bónusís með Marssósu og jarðarberjum í eftirrétt. Jummí! Spjölluðum svo frameftir nóttu.

Á sunnudaginn fór ég og spilaði við Hjördísi og Halla. Það var mjög skemmtilegt. Spiluðum Trivial og Pass the Pigs og ég vann bæði. Nananananana! 😉 Við stefnum að því að hittast oftar á næstunni og gera eitthvað sniðugt saman. Jólaföndur er líklegast næst á dagskrá.

Bústaður, vírusvörn, Ken og mútta

Ég fór í bústað með saumaklúbbnum um helgina. Fórum í Brekkuskóg. Það var ferlega gaman. Við gerðum allt sem maður á að gera í bústað; fórum í gönguferð (reyndar afskaplega stutta), gúffuðum í okkur nammi, hlustuðum á eðalmúsík (ég er rebell, tekex og kremkex) elduðum góðan mat (sem kostaði alveg 300 kall á mann), láum í heita pottinum, spiluðum og sváfum út (og sumir nánast úti).

Danni kíkti til mín á mánudagskvöldið og ég reddaði vírusvörninni á tölvunni hans (reyndar með góðri hjálp frá Írlandi) og svo átum við snakk og kók (hér á bæ eru sko allir dagar nammidagar) og spjölluðum um skjalastjórn 🙂

Í gær fór ég í fyrsta skipti á áhorfendapallana í Ráðhúsinu og sá þar Ken taka við borginni og ég er ekki frá því að ég hafi séð Glanna glæp bregða fyrir.

Í dag kom svo múttan mín til borgarinnar. Borðaði með henni í Kringlunni í hádeginu og sleppti henni lausri þar á meðan ég kláraði vinnudaginn. Fór svo með henni í fleiri búðir og enduðum á að borða í Smáralind (þetta útálandilið hangir bara í búðum þegar það kemur til borgarinnar). Óskaplega gott að fá svona fjölskyldufélagsskap.

Góða nótt!

Dagarnir líða

Long time, no blog! Reyndar ekki langur tími miðað við oft áður en…

Á sunnudaginn fór ég í Vantrúarlunch. Gestrisnin og veitingarnar hjá Matta og Gyðu klikkuðu ekki frekar en fyrr daginn. Og félagsskapurinn svosem ágætur líka 😉
Eftir lunchið skellti ég mér í sund. Það var bara svo hrikalega gott veður á sunnudaginn að það var ekki hægt að vera inni. Synti 550 m og virðist bara vera í nokkuð góðu sundformi þrátt fyrir að hafa ekkert synt í 2 mánuði. Þarf að gera meira af þessu.
Fór til Rósu og Jónbjörns um kvöldið og horfði með þeim á Næturvaktina. Það eru nokkuð smellnir þættir 🙂

Á mánudagskvöldið fórum við Rósa í bíó. Sáum Heima 🙂 Mér fannst hún æði og væri alveg til í að fara aftur. Hún var falleg, hún var hljómfögur, hún var fyndin, hún vakti gæsahúð, hún fyllti mig stolti, hún fyllti mig kjánahrolli, hún vakti hjá mér löngun til að fara á ródtripp um Ísland. Ég mæli með henni.

Í gærkvöldi fór ég á kaffihús með saumaklúbbnum. Fórum á Kaffi Mílanó sem er alltaf voða næs. Plönuðum margt en kjöftuðum meira 🙂

Ég ætla að vera heima hjá mér í kvöld.

Skrafl og pússl

Við Rósa fórum til Davíðs í gær og spiluðum Skrafl og borðuðum nammi. Rósa vann þó við leyfðum henni ekki að nota orðið hervíg sem er samkvæmt gúgglun gott og gilt íslenskt orð.

Eftir Skraflið pússluðum við. Davíð var semsagt að taka til í pússlukassa dætra sinna. Við skemmtum okkur vel við það og ég er helst á því að við ættum að hittast reglulega og pússla, ótrúlega skemmtilegt.

Í lokin ætla ég að kynna nýyrðið raðvíg sem sennilega birtist hér í fyrsta skipti.

Fólk

Mér finnst það svolítið magnað hvernig fólk kemur og fer og hvernig tengslin á milli fólks verða til og þróast og breytast og jafnvel rofna og endurnýjast svo kannski aftur. Var að dunda mér við að skoða gamlar myndir og lesa gömul blogg. Var til dæmis að skoða myndir frá gömlum Þjóðbrókarpartýum og rifja það upp þegar þetta var hópur af ókunnugu fólki, núna er margt af þessu fólki góðir félagar mínir og vinir. En svo er annað fólk sem ég hafði mikið samband við sem er nánast horfið úr lífi mínu, í bili að minnsta kosti. Svo er fólk sem ég hef þekkt lengi en ekki átt í miklum samskiptum við orðið að góðum vinum. Það er frekar furðulegt þetta líf.

Fólk er skemmtilegt 🙂

Helga og Brjánn

Bara svo það sé á hreinu…

…þá ætlum við Brjánn að flytja inn Sex Pistols
…þá ætlum við Helga að eiga barn á sama tíma*
…þá ætla Helga og Brjánn að passa börnin okkar Óla og mæta í öll barnaafmæli*
…þá ætlar Brjánn að vera með Óla í liði í Popppunkti
…þá vitnar Brjánn í Ned Flanders í leigubílum
…þá ætla ég að halda næsta fund í súkkulaðiklúbbnum

* Og bara til að fyrirbyggja misskilning þá eru engin börn á leiðinni.

Skrúfjárn, klaufhamar og skrúfa

Ég fór í matarboð í gær hjá Kollu Foldasafnsgellu. Helga og Magnhildur voru þar líka. Þar lærði ég hvernig á að bjarga sér ef maður hefur ekki tappatogara við höndina. Maður einfaldlega nær sér í skrúfjárn, klaufhamar og skrúfu. Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar Kolla birtist með þessi verkfæri. En maður semsagt bara skrúfar skúfuna ofan í tappann með skrúfjárninu og dregur tappann upp á skrúfunni með hamrinum. Þetta gekk reyndar svolítið brösuglega en Magnhildur er svo mikill nagli að hún náði tappanum úr flöskunni.

Við elduðum dýrindis kjúkling og blauta súkkulaðiköku í eftirrétt. Mjög gott og ég át auðvitað yfir mig. Spjölluðum svo fram eftir kvöldi og hlustuðum á Cure 🙂 Svolítið skondið að fyrir rúmu ári vorum við allar að vinna saman á bókasafninu en nú er bara Kolla eftir þar.

Óskalög sjómanna

Fiskifréttir eru keyptar inn í Foldasafn. Í morgun kom nýja blaðið í mínar hendur og ég rak augun í fyrirsögn á forsíðunni…Óskalög sjómanna. „Hmmm, best að skoða þetta. Örugglega eitthvað sem Rósa gæti haft áhuga á.“ En þetta var þá heillöng grein eftir Rósu sjálfa, byggð á BA-ritgerðinni hennar! Ég eyddi hádegishléinu mínu í lestur. Það var vel þess virði. Mjög fróðleg grein og margar skemmtilegar pælingar.
Það er ekki svo lítið að afrek að fá birta eftir sig grein, áður en maður útskrifast 🙂 Til hamingju, Rósa.

Finnst viðeigandi í ljósi nýjustu frétta af þorskstofninum að láta þennan texta eftir Bubba og Tolla fylgja með. Hann á fyllilega við í dag.

Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn
ryðgað liggur bárujárn við veginn
Máfurinn, múkkinn og vargurinn
hvergi finna innyflin

Meðan þung vaka fjöll yfir hafi
í þögn stendur verksmiðjan ein
svo langt frá hafi,
ekkert okkar snýr aftur heim.

Því allir fóru suður í haust
í kjölfar hins drottnandi herra
Bátar fúna rotna við naust
það nam vart með öðru en að hnerra

Dauðadóm sinn hvað hann upp og glotti
þorpsbúa hann hafði að háði og spotti,
síldin farin, fer ég líka
suður á bankana vald