After Eight ís

200 g After Eight pakki (25 plötur)
1/2 l rjómi
4 eggjarauður
1 (Vinar)djöflatertubotn (Má sleppa)
100 g súkkulaðidropar

1. Þeytið eggjrauður-þeytið rjóma.
2. Bræðið After Eight yfir vatnsbaði eða í örbylgju.
3. Blandið bræddu After Eight saman við eggjarauðurnar.
4. Hluta af rjómanum síðan blandað saman við og hrært vel saman. Afgangnum af rjómanum blandað saman við.
5. Hellt í form og fryst.
6. Hvolft ofan á djöflatertubotn sem er skorinn eftir formi íssins. (Má sleppa)
7. Penslað með bræddum súkkulaðidropum.