Daim piparmyntuís

6 stk. 28 g Daim piparmyntustykki
4-5 eggjarauður, stofuheitar
40 g Santa Maria vanillusykur
1/2 l rjómi
1 dós blandaðir ávextir

Þeytið eggjrauður. Saxið Daimið og setjið í pott. Hellið 1 dl af rjómanum á Daimið. Setjið síðan pottinn á hellu á hæsta straum. Hrærið stöðugt í á meðan suðan kemur upp og þar til Daimið er bráðnað að mestu leyti. Þeytið afganginn af rjómanum. Hellið brædda Daiminu yfir eggjarauðurnar og hrærið saman. Takið hluta af þeytta rjómanum og blandið saman við eggjablönduna. Bætið afgangnum af rjómanum saman við, hrærið í og setjið í form. Látið í frysti. Borið fram með blönduðum ávöxtum.