Lasagne

Þessi uppskrift er að ég held ættuð frá Svíþjóð frá Önnu systur hans Óla. Þegar við bjuggum í Stekkjargerði og höfðum ofn var þessi réttur reglulega á borðum. Mér finnst þetta gott nema þegar sósan er of þykk. Annars fengum við svona lasagne hjá Önnu þegar við fórum til Svíþjóðar í vetur og það var miklu betra því að það var öðruvísi sósa. Þarf endilega að fá þá uppskrift.

6-8 lasagneplötur
300 gr. hakk
1/2 laukur
100 gr. rifinn ostur
Krydd
Tómatsósa
Smjörlíki
Hveiti
Mjólk

Ofninn hitaður í 200°
Lasagneplötur lagðar í bleyti
1/2 laukur saxaður og brúnaður á pönnu
Hakk brúnað og kryddað og tómatsósu bætt í það
Sósa; Smjörlíki brætt í potti og hveiti blandað í það þangað til það líkist klumpi. Mjólk er síðan bætt í þangað til að hún verður eins og sósa.
Sett í form; Sósa, plötur, sósa, hakk, plötur, sósa, ostur.
Bakað í 25-30 mín