Þessi uppskrift er fengin úr uppskriftabók sem ég gaf Svenna bróður í afmælisgjöf. Ég ákvað að prufukeyra bókina áður en ég gaf hana bara svona til að vita hvort að það væri ekki allt í lagi með hana. Þessi uppskrift virkaði allavega vel, veit ekki með restina.
300 g pasta
125 g sveppir
2 hvítlausrif
2 msk steinselja
Smjör
Ólífuolía
Salt og svartur pipar
1. Sjóðið pasta samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.
2. Saxið hvítlaukinn og steinseljuna og skerið sveppina í sneiðar.
3. Bræðið slatta af smjöri á pönnu og steikið hvítlaukinn og sveppina.
4. Bætið pastanu út í ásamt smá skvettu af ólífuolíu.
5. Stráið steinseljunni yfir og kryddið með salti og svörtum pipar.
6. Berið fram með grófu brauði. Uppskriftin er fyrir tvo.