Pastaréttur að hætti mömmu

Þetta er réttur sem mamma býr stundum til og ég panta hann mjög oft þegar ég kem í heimsókn. Alveg svakalega góður og klikkar aldrei hjá mömmu. Sjálf hef ég aldrei búið hann til, verð að fara að drífa í því.

400 gr pasta
Nokkrar skinkusneiðar
Nokkrir sveppir
1/2 paprika
Blaðlaukur
1/2 grænmetisteningur
1/4 l rjómi eða mjólk
Sósujafnari eða hveitijafningur

1. Sjóðið pasta.
2. Grænmetið steikt í olíu og síðan skinkan.
3. Rjóminn/mjólkin sett út á og síðan grænmetisteningurinn.
4. Þykkt aðeins með sósujafnara/hveitijafningi.
5. Pasta hellt út á.
6. Borið fram með hvítlauksbrauði.