Pastasalat

Þessi uppskrift er ættuð frá Ástu Hönnu frænku. Það er frekar fljótlegt að útbúa þetta salat og það er alveg meiriháttar gott.

300-400 gr. pasta eða bara eftir smekk.
4 egg
1/2-1 paprika
1 dós túnfiskur
Sinnepssósa (Sinnep+majónes)

Sjóðið pasta og egg. Skerið niður papriku og opnið túnfiskdós. Búið til sinnepssósu. Blandið öllu saman og etið.