Skúffukaka Ólu

Þessi skúffukaka heitir Skúffukaka Ólu í uppskriftabókinni hennar mömmu, svo að ég giska að hún sé ættuð frá móðursystur minni. Mjög góð og sígild kaka.

2 egg
200 gr sykur
225 gr hveiti
3 tsk lyftiduft
2 tsk vanillusykur eða dropar
1-2 msk kakó
1 1/2 dl mjólk
150 gr smjörlíki

Egg og sykur þeytt saman. Öllu blandað saman, smjörlíki síðast. Bakað við 225°C í 5-10 mín.

Krem

Súkkulaðikrem:
50 gr brætt smjörlíki
150 gr flórsykur
3 msk. kakó
2 msk rjómi
1 eggjahvíta

Öllu hrært út í smjörlíkið, eggjahvítunni síðast.

Kaffikrem:
175 gr flórsykur
2 tsk vanillusykur eða dropar
4 msk hálfbrætt smjörlíki
4 msk sjóðandi vatn
2 tsk skyndikaffi

Kaffið leyst upp í vatninu og allt hrært saman.