Venjulegt brauð með pizzuáleggi

1 stk brauðsneið
Pizzasósa
3 sneiðar ostur eða 15 g rifinn ostur
3-5 sneiðar pepperoni
1 sveppur
Ananas

Smyrjið brauðið með pizzasósunni.
Setjið pepperoni á brauðið. Skerið ostinn, sveppinn og ananasinn og bætið því á brauðið. Hitið í örbylgjuofni eða bakaraofni þar til osturinn er bráðinn.(Betra að hita í bakaraofni).
Þetta er bara hugmynd að áleggi en svo veljið þið auðvitað bara það sem ykkur finnst best.
Verði ykkur að góðu!