Fyrsta bloggfærslan mín! Ég ákvað að það væri góð hugmynd að byrja að blogga, stödd langt í burtu frá öllu og öllum og  þar af leiðandi tala ég minna en áður, einhvers staðar verður rausið mitt að komast út og það er bara takmarkað hversu mikið ég get hellt úr skálum mínum við Óla.

Ég mun nota þetta blogg fyrir allt og ekkert, tilveru mína og gagnrýni á tilveru annarra, mun örugglega setja hérna inn uppskriftir líka og mögulega monta mig af árangri mínum í lífinu hverju sinni.

Læt þetta duga sem fyrstu færslu, mun örugglega mjög fljótlega blogga eitthvað meira.

Freyja