Uppáhalds smákökur jólanna

1472748_1409689305935731_1251608881_n

 

Fyrir jól fann ég uppskrift af mjög girnilegum smákökum. Ég er sífellt að leita mér að einhverjum girnilegum smákökum til að baka fyrir jólin, þar sem ég er ekki duglegust í heiminum að baka þá nenni ég sjaldan að baka fleiri en 2-3 sortir hver jól og því eins gott að vanda valið. Ljóst er að þessar smákökur, öðru nafni Hafrakossar munu verða bakaðar fyrir hver jól. Ég er nú þegar búin að baka þessa uppskrift sem ég fann á Eldhúsperlum tvisvar sinnum og nokkuð ljóst að smákökurnar hafa slegið í gegn hjá öllum fjölskyldumeðlimum og þar á meðal eiginmanninum sem er lítið sem ekkert fyrir kökur eða sætindi og finnst mér það alltaf merkilegt að finna sætindi sem honum finnst góðar, það eru ágætis meðmæli! En hér er uppskriftin af þessum stórkostlegu smákökum, þær eru mjög einfaldar og fljótgerðar http://eldhusperlur.com/2013/11/26/hafrakossar/

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *