Áramótauppgjör

Ég er vön að gera upp árið í mínípistlum á facebook. Í dag ætla ég að gera það aðeins ítarlegra upp. Síðustu áramót þá strengdi ég áramótaheit, það var að láta mér líða vel og ég tel mig hafa látið það rætast þokkalega vel.

-Í janúar hætti ég að reykja,

-Í febrúar fékk ég mér yndislegan lítinn yorkshire terrier hvolp, yndislegan gleðigjafa.

-Í mars tókum við örlagaríka ákvörðun, við ákváðum að flytja til Noregs, Óli fór að sækja um vinnur og ég sótti um skólavist í Háskólanum í Agder.

-Í lok maí fór Óli til Noregs. Ég og börnin urðum eftir.

-Í júní seldum við íbúðina okkar og ég fór til mömmu með krakkana og var þar þangað til við fórum til Noregs.

-1. ágúst fluttum við krakkarnir til Noregs. Kristín og Óliver byrjuðu í leikskólanum, Mikael í skólanum og ég í háskólanum.

-Í nóvember heimsóttu Egill og Inga okkur í eina viku og tóku ákvörðun um að flytja til Noregs á næsta ári.

-Í desember lauk ég fyrsta misserinu mínu í háskólanum og gekk það framar vonum. Jólin komu og voru þau alveg ótrúlega notaleg.

Þetta er stiklað á stóru yfir árið okkar. Í dag er gamlársdagur, ég hef alltaf verið frekar meir á gamlársdag, mér þykir alltaf frekar erfitt að kveðja árið og byrja nýtt. Ég kveð árið þó yfirleitt í sátt og bjartsýn á næsta árið, sem ég er lika í dag, ég tel næsta ár eiga eftir að verða mjög gott. Það er hugarfar hvernig maður tekst á við hluti en einhvern veginn er það örlítið erfitt að vera án stórfjölskyldunnar á gamlársdag, ég hef síðastliðinn ár eytt gamlárskvöldi með bróður mínum og fjölskyldunni hans og ég sakna þeirra ótrúlega mikið í dag, finnst hrikalega tómlegt eitthvað. Svo sakna ég fjölskyldunnar minnar þó ég sé vön að vera langt í burtu frá flestum -nema bróður mínum. En ég er ofsalega þakklát fyrir fjölskylduna mína, ég er heppin og á ofsalega góða að, systkini og móðir sem hafa stutt mig í gegnum lífið og hafa alltaf reynst mér vel. En áður en ég græt burtu nýja árið ætla ég að segja mér matnum sem ég eldaði í kvöld fyrir okkur.

En ég eldaði tæplega 6kg kalkún. Í ár eldaði ég hann án þess að fylla hann, fyllinguna bakaði ég í sérformi. Kalkúnninn heppnaðist gríðarlega vel og ætla ég að láta fylgja uppskriftina af honum en ég skrifaði hana niður jafnóðum og ég eldaði svo hún er nú ekki sérstaklega vel skrifuð en þið lítið bara framhjá því 🙂

Kalkúnn á gamlárskvöld

Soð fyrir sósuna:

Innmatur soðinn í 1L af vatni ásamt einum rauölauk, einum sellerístilk og tveimur gulrótum ásamt grænmetistening. Sósuna baka ég svo upp með smjöri og hveiti, nota kalkúnakraft einnig. Set svo soð og rjóma. Hún er mjög góð.

Fylling:

250g sveppir

3 sellerístilkar

2 msk salvía

1 rauðlaukur

beikon

2 gulrætur

valhnetur

brauðteningar

1-2dl rjómi

2 egg

Slatti af smjöri brætt í stórum potti og allt nema hneturnar, brauðteningarnir, eggin og rjómin sett útí og steikt í um það bil 10 mínútur. Þá er brauðinu og hnetunum blandað saman við og látið kólna aðeins, að því loknu er rjómanum og eggjunum blandað saman við. Sett í eldfast mót og bakað inní ofni við 150° í ca. hálftíma.

Kalkúnn:

Kryddaði með blönduðu kjötkryddi, rósmarín, salt og pipar. Nuddaði þetta vel í kalkúninn ásamt bræddu smjöri. Setti svo viskastykki í pott ásamt smjöri og olíu og rennbleytti það, setti yfir kalkúninn og allt inní ofn á 150° og 35 mínútur á kg. þar sem kalkúnninn var ekki fylltur.

 

Græðgin var svo gífurleg þegar maturinn var tilbúinn að ég gleymdi að taka mynd! En elsku vinir, ættingjar og allir aðrir, gleðilegt nýtt ár og takk kærlega fyrir liðið.

Færsluna lýk ég með link á einu af mínum uppáhaldslögum, titillag myndarinnar Epic sem er ótrúlega skemmtileg og hugljúf teiknimynd sem ég sá með börnunum mínum á 17. júní 🙂

http://www.youtube.com/watch?v=qJr8jiriqs4

Áramóta-Freyja

Join the Conversation

  1. Avatar
  2. Avatar
  3. Avatar

3 Comments

  1. flottur pistill frá þér Freyjan mín – gangi þér og þínum ævinlega sem best og megi gæfa og gjörvileiki elta ykkur á röndum um ókominn tíma 😉 s.s. gleðilegt ár og farsælt komandi ár !!!

  2. girnó matur 😀

    En gleðilegt nýtt ár yndislega vinkona mín :* takk fyrir gamla árið sem var að líða og vona ég að árin sem við eigum saman verði miklu fleirri :*

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *