Writer’s block

Hún er að hrjá mig. Það er svo margt sem mig langar til að segja en næ einhvern veginn ekki að setjast niður og einbeita mér nógu mikið til að koma orðunum rétt frá mér.

Langar því bara að segja ykkur frá verðinu hérna á algengum vörum, því þegar við ákváðum að flytja þá hef ég varla tölu á því hve margir sögðu mér að Noregur væri SVAKALEGA dýrt land og sagði mér svo frá ofurháu verði á hálfs líters kóki og svo sígarettupakka. Eitthvað sem mér gæti ekki verið meira sama um þar sem ég hvorki reyki né drekk kók. En það er samt alveg satt, hálfs líters kók er sjúklega dýrt, sígarettur eru það líka og mér er ennþá alveg sama, bara gott að þetta sé dýrt, þetta er nefnilega líka dýrt fyrir heilbrigðiskerfið.

En allavega þá tel ég matarkostnað okkar fjölskyldunnar hafa minnkað ef eitthvað er síðan við fluttum og því ætla ég setja inn hér algengar vörur sem við kaupum og verðin á þeim, ég nota svo reiknivélina inná landsbankinn.is til að breyta norskum krónum yfir í íslenskar. Ef þessar upphæðir eru svo settar sem prósenta af tímalaununum hans Óla þá er þetta náttúrulega hálfgert djók miðað við hvernig þetta var á Íslandi. En allavega, hér koma nokkur verðdæmi:

Heill, ferskur (ófrosinn) kjúklingur: 38 kr/kg = 717kr

6 epli (svona fersk og góð, svipuð og pink lady, ég er frekar snobbuð á eplin mín enda borða ég minnst eitt á dag) : 20 kr=  377kr

500 gr ferskur (ófrosinn) lax án roðs og skorinn í fjóra 125gr bita: 53 kr = 1000 kr

1 kg af frosnum þorsk í bitum, roð og beinlaus: 50 kr = 943 kr

680 gr af ferskum (ófrosnum) kjúklingabringum, yfirleitt 4 bringur í pakka: 69 kr = 1302kr

Heill brauðhleifur (sem við setjum sjálf í brauðvél sem sker, frekar gróft og nýbakað): 24kr = 453kr

1,75L mjólk: 25 kr = 472kr

500gr vínber: 29kr = 547kr

400gr svínahakk ferskt og ófrosið: 18kr = 339kr

400gr nautahakk fersk og ófrosið: 38kr = 717kr

400gr kjúklingahakk ferskt og ófrosið: 25kr = 472kr

1 kg af Norwegian osti (sá ostur sem við kaupum alltaf): 85kr/kg = 1604kr

Set kannski inn fleiri vörur en ég vildi setja þetta inn því alltaf fengum við að heyra um hinn rándýra Noreg og það er bara smá kaldhæðni fólgin í því að það kostaði mig miklu meira að kaupa inn á Þórshöfn á Langanesi í fyrrasumar, þegar ég var í heimsókn hjá móður minni áður en ég flutti til Noregs, heldur en það kostar mig að kaupa inn hér í Noregi 😉

-Freyja

Join the Conversation

  1. Avatar

1 Comment

  1. jáhá akkúrat – ég hef einmitt líka bara heyrt hvað það er svakalega dýrt í Norge – trúlega eitthvað annað sem fólk er að bera saman en venjulegur heimilismatur 😉

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *