Vonbrigði vikunnar

Eiga klárlega Stígamót. En ég las frétt inná visir.is þá sem þær leituðu eftir karlmanni til að starfa hjá þeim. Þetta er tekið úr fréttinni http://visir.is/stigamotakonur-leita-karls-med-skegg/article/2014140309286

„Já, við viljum fá góðan karl í lið með okkur. Helst með skegg og allt svo þetta sé augljóslega maður. Og, þá kannski til að undirstrika vinnu okkar með körlum. Allra hluta vegna viljum við hafa val um að fólk geti farið til karls þegar það kemur til okkar. Og ekki síst vil ég hafa karl við hliðina á mér, eða geta sent karl með fræðslu út í skóla og út í samfélagið vegna þess að kynferðisofbeldi er fyrst og fremst karlavandamál.“

Til að lýsa betur hversu mikil vonbrigði mín eru ákvað ég að svissa kynjum í þessu.

„Já, við viljum fá góða konu í lið með okkur. Helst með stór brjóst og allt svo þetta sé augljóslega kona. Og, þá kannski til að undirstrika vinnu okkar með konum. Allra hluta vegna viljum við hafa val um að fólk geti farið til konu þegar það kemur til okkar. Og ekki síst vil ég hafa konu við hliðina á mér, eða geta sent konu með fræðslu út í skóla og út í samfélagið vegna þess að uppeldisvandamál er fyrst og fremst konuvandamál“

Já takk fyrir. Kynferðisofbeldi er vandamál okkar allra, þetta er samfélagsmein sem varðar okkur öll, kalla ekkert frekar en konur. Þetta er akkúrat hluti af þeim fordómum sem karlmenn verða fyrir, hversu margir karlmenn stíga fram og segja frá því að kona hafi nauðgað þeim? Næstum því enginn því það er gert grín að því. Í Dagvaktinni var kona sem nauðgaði manni, það var bara djók, fólk hló, ég veit ekki hversu mikið fólk hefði hlegið ef þessu hefði verið snúið við. Er þetta ekki hluti vandans? Hluti af því að karlmenn stíga mun sjaldnar fram heldur en konur og segja frá ofbeldinu sem þeir lentu í?

Í fréttinni segir einnig að 18% þeirra sem leita til Stígamóta séu karlmenn, hvað ætli þessi tala hafi verið há fyrir 15 árum? Og halda einhverjir að vandamálið sé nýtt? Ég held nefnilega að þetta sé mjög stórt vandamál og að alltof margir karlmenn -eins og konur- verði fyrir kynferðisofbeldi en þeir eru mun ólíklegri en konurnar til að stíga fram með vandann því þetta er ekki tekið alvarlega í samfélaginu og hvað þá þegar að það birtast svona fréttir.

Skammarlegt.

-Freyja

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *