Af hverju ég hata…

…frasann „konur eru konum verstar“.

Þetta er hið allra mesta bull sem ég hef nokkurn tíma heyrt og er þá af mörgu að taka! En allir sem mögulega hafa látið þessa hörmulegu setningu frá sér, hættið því! Þetta er ömurlegt setning, svo ótrúlega hálfvitalegt þótt víða væri leitað.

Nú skal ég útskýra betur af hverju ég hata þessa setningu. Konum eru ekki konum verstar, fólk er fólki verst. Þarna, fín setning.

Ég er næstum bara ótrúlega hrifin af því hversu vel mér tókst að útskýra þetta í stuttum (fáum) orðum, en bara næstum, svo nú ætla ég að útskýra þetta í fleiri (kannski löngum) orðum.

Í mínu lífi (því persónuleg dæmi eru mitt uppáhald og „frábær“ í rökum, en hvað um það, aftur að því sem skiptir máli), í mínu lífi, hafa þær konur sem ég hef kynnst klárlega verið mér bestar, minn versti sársauki í mínu lífi kemur ekki frá konum, það fólk sem ég treysti hvað mest eru í meirihluta konur, konur sem ég veit að myndu ætíð vera til staðar fyrir mig sama hvað, myndu ekki dæma mig fyrir mistök mín og myndu gefa mér faðmlag þegar ég þyrfti á að halda (líka skell á hnakkann ef ég þyrfti á því að halda líka..). Svo konur eru frábærar, stórkostlega skemmtilegar verur sem hafa svoleiðis langt því frá verið mér verstar í mínu lífi og það er varla að ég sjái fyrir mér aðstæður í mínu lífi þar sem setning gæti átt við.

Nei sorry, slíkar aðstæður eru ekki til, þá gildir setningin „fólk er fólki verst“ við og legg ég til að við leggjum hina, ömurlega setningu niður og tökum upp þessa.

Allavega í versta falli, ekki nota hina, hún er leiðinleg, karlrembuleg setning.

Þangað til næst!

Freyja

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *