Follow up

Nú í dag eru rétt rúmar 7 vikur síðan ég hóf átakið mitt og tók sjálfa mig algjörlega í gegn frá a til ö. Ég ákvað að setja rétt aðeins niður hvernig mér gengur. Fyrstu 2-3 vikurnar voru eiginlega auðveldastar, maður er ennþá svo spenntur fyrir nýjum lífsstíl að allt er skemmtilegt, það er það, að halda áfram eftir að nýja brumið er farið af sem þetta verður raunverulega erfitt.

Ég held ég sé búin að fara í gegnum nokkurn veginn allan tilfinningaskalann en yfirleitt er ég mjög jákvæð og næ að halda mér á beinu brautinni. Það sem gerir þetta auðveldara er að sjálfsögðu það að finna hversu hraustari ég er orðin, ég get farið í langa göngutúra, skokkað og hjólað án nokkurra vandamála en ég var hreinlega með þol á við veikt gamalmenni áður en ég tók mig á. Einnig er skemmtilegt að finna hvað maður styrkist við þetta og að geta þyngt lóðin í ræktinni og taka betur á því.

Ég ákvað að opinbera tölurnar mínar núna í von um að gefa mér örlítið meira búst til að halda áfram, ég á enn langt í land til að ná mínum markmiðum en mun komast þangað, það sem er mikilvægast er að láta hausinn fylgja með og vera jákvæður.

Ég mæli mig á 6 stöðum, yfir miðja upphandleggi, brjóst, mitti, rass (við lífbein), læri og kálfa og ég mæli þar sem ég er breiðust yfir kálfana og lærin. Fyrri talan er síðan 28. apríl og sú seinni tekin í dag 18. júní.

Upphandleggur hægri: 33.5cm – 30cm
Upphandleggur vinstri: 30cm – 29cm
Brjóst: 96cm – 91cm
Mitti: 78.5cm – 69cm
Rass: 108cm – 99cm
Læri hægri: 70cm – 64cm
Læri vinstri: 69.5cm – 63cm
Kálfi hægri: 41.5cm – 39cm
Kálfi vinstri: 41cm – 38.5cm

Svo í heildina er ég búin að missa 48.5cm og er gríðarlega ánægð með árangur minn. Þetta lak af mér ótrúlega hratt, núna sl.3 vikur hef ég ekki misst svo marga centimetra en hef hins vegar mótast þeim mun meira og því nauðsynlegt að taka myndir líka svo maður sjái mun á þeim líka þegar fer að hægjast á kg og centimetra missi.

En seinna meir mun ég birta fyrir og eftir myndir, ég er ekki tilbúin í það strax en mun gera það seinna.

En þangað til næst.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *