Getulaus héraðsdómur

Dómur héraðsdóms Norðurlands sem er hægt að lesa styttan í þessari frétt, er í raun ekki einstakur fyrir að refsa varla kynferðisafbrotamönnum heldur líka að allt í einu þarf að teljast sannað að brotamaðurinn viti aldur stúlkunnar til að dæmt sé eftir settum lögum. Nú er ekki einungis nóg að vera undir 15 ára, heldur þarftu að sannfæra brotamann þinn um það líka áður en hann brýtur á þér og geta sannað það eftirá.

Stórkostlegt. Þetta er svoleiðis fyrir neðan allar hellur að ég er orðlaus. Hvernig er það með barnaklám? Þarf líka að sanna það þar að þú vitir að einstaklingarnir séu undir 18 ára og hvernig fer slík sönnun fram? Eða á þetta einungis bara við manneskjur sem þú ræðst beint á?

Þurfa því stúlkur undir 15 ára núna að passa sig á því að garga strax og einhver ræðst á þær aldur sinn svo það sé dæmt að lögum? Eða nei afsakið, þær þurfa náttúrulega að sanna það eftirá að þær hafi virkilega sannfært brotamanninn um það áður en hann braut á þeim.

Óþolandi.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *