Long time no see – og Vegan Baka uppskrift!

Já. Ég hef ekki skrifað hérna inn i meira en tvö ár. Það er merkilegt hversu mikið lífið getur breyst á tveimur árum. Síðasta færsla var um að ég upplifði mig týnda. Það skemmtilega við það er að fyrir um það bil 5 vikum síðan sagði ég einmitt við unnusta minn að í fyrsta sinn í lífinu þá upplif’ði ég mig ekki týnda, það væri komin einhvers konar ró inní mér sem ég hef aldrei upplifað áður. Einhvers konar innri ró sem er eiginlega bara dásamleg. 26. Júní kom og fór eins og allir aðrir dagar ársins án þess að hafa nein áhrif á mig. Merkilegt hvað lífið getur verið breytilegt.

En þessi færsla átti ekki að vera um það. Heldur ætlaði ég að skrifa um mat og næringu, og setja inn uppskrift af bestu vegan böku sem ég hef smakkað. Ég var ein af þeim sem sagði; „Vegan? Ég? Nei það gæti ég aldrei. Ég elska kjöt alltof mikið.“

Í alvöru? Hvernig er hægt að vera svona blindur? Ég bara skil ekkert í mér fyrir að hafa ekki gert þetta fyrr. Sem betur fer leið allavega ekki lengri tími en þetta.

En hér kemur þetta. Besta vegan baka sem ég hef smakkað og ótrúlega einföld. Það eru tveir Vegan bloggarar i uppáhaldi hjá mér. Það eru The Minimalist Baker  og Veganmisjonen   Þessi baka er uppskrift frá Veganmisjonen og má finna hér ég fylgdi uppskriftinni með botn og svo hrærunni með kjúklingabaunamjöl (gram flour) og matreiðslurjóma frá Oatly. En svo er nefnilega hægt að fylla með því sem maður vill. Best er að byrja á því að forhita ofninn til 225 gráður.

Botn:
140g venjulegt hveiti
1/2 tsk salt
50g vegan smjör
1/2 dl vegan matreiðslurjómi (t.d. frá Oatly)

Aðferð:
Blandið öllu saman i eina skál og hnoðið í dag. Fletjið út í form (þarft ekki að spreyja formið eða setja olíu).

Hræran (hún er fljótandi en stífnar við bakstur, alveg eins og eggjahræra!):
2 dl kalt vatn
1 dl vegan matreiðslurjómi
130 g kjúklingabaunamjöl (e. gram flour)
1 msk lauk krydd
1 msk grænmetisteningur (ég notaði fljótandi)
1 tsk þurrkuð basilíka

Aðferð:
Öllu hrært saman og hellt ofan í bökuna.

Fylling:
Það er hérna sem þið getið bara sett i akkúrat það sem ykkur lystir. Ég fyllti mína böku með
1/2 Zucchini (kúrbít) skorin í teninga
1 gulrót skræld niður
2 stórum sveppum niðurskornum
1 radísu
1 skalottlauk
2 msk af niðurskornum vorlauk

Svo er bara að setja bökuna inn í ofn í 20 mínútur við 225 gráður og VOILA!

Hægt er að finna mig á instagram undir nafninu freyjabua þar sem ég set gjarna inn myndir af mat ásamt uppskrift af og til 🙂

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *