5 ár – 1/8 2013

Í dag eru liðin akkúrat 5 ár síðan ég flutti til Kristiansand. 1. Ágúst 2013.

Tíminn er í raun og veru svo ótrúlega afstæður. Mér finnst eins og það séu ár og aldir síðan ég var búsett á Íslandi, næstum svo langt að ég man varla eftir því. Stjarnfræðilega langt. En það eru bara 5 ár. Á þessum 5 árum hefur lífið  breyst svo mikið að þetta hljóta að vera 15 ár en ekki 5.

Ég veit þetta er klisja, en sönn klisja. Hvar voruð þið fyrir 5 árum? Hver voru plönin ykkar?

Fyrir 5 árum ákvað ég (var algjörlega handivss um) að mín biði eitthvað meira i Noregi. Ég vissi ekki hvað en ég var bara handviss, ég fann það í öllum líkamanum að mér var ekki ætlað að vera á Íslandi. Ég gat ekki útskýrt það öðruvísi en að ég var bara viss. Út var mér ætlað. Ég var með allt planað, ekkert fór þó sem planað sem sýnir manni bara að það er ekki hægt að plana lífið, lífið bara gerist.

Þú getur haft plan sem þú reynir að fara eftir, en það eru svo margar breytur sem þurfa að standast til að planið haldi sér. Litið tilbaka þá fór bókstaflega ekkert eftir mínu plani. Mjög hamingjusöm í dag þó, sýnir mér líka hversu gott það er stundum bara að draga djúpt andann og læra að dansa í rigningunni.

Hvar ætli við verðum 1/8 2023?

 

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *